Fara í efni

Umgengni um hafnarsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201409057

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að hafa forgöngu um átak í umgegni á hafnarsvæðum sveitarfélagsins. Hlutaðeigandi aðilum verði gert að fjarlægja eigur sínar en að öðrum kosti verði þær fjarlægðar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015

Hafnarsvæðið er hvort tveggja andlit byggðarinnar á Húsavík og vettvangur matvælaframleiðslu. Nefndin leggur því ríka áherslu á bætta umgengni notenda hafnarsvæðisins. Ekki gengur að rusl sé skilið eftir á hafnarsvæðinu.

Þjónustustöðin hefur þegar hafið hreinsun á svæðinu og mun halda henni áfram í samstarfi við hafnavörð.