Fara í efni

Grunnskólinn Raufarhöfn vatnsmál

Málsnúmer 201311088

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36. fundur - 11.12.2013

Fræðslu- og menningarfulltrúa hefur borist bréf frá heilbrigðisfulltrúa þar sem vakin er athygli á að neysluvatnslagnir Grunnskóla Raufarhafnar eru að tærast og lita vatnið í hluta skólahúsnæðisins. Heilbrigðiseftirlitið óskar eftir að skoðun pípulagningameistara og úrbótaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. desember nk. Píplagningameistari hefur þegar skoðað lagnirnar og ljóst að endurnýja þarf eldri lagnir í byggingunni. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að það verður gert fyrir nýtt skólaár. Miðstöðvarketill fyrir skólann, íþróttahús og sundlaug þarfnast viðgerðar eða endurnýjunar. Umsj.manni fasteigna falið að gera hið fyrsta úttekt á málinu.