Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

25. fundur 13. maí 2013 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
 • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fyrir að gera breytingu á skipan fulltrúa í nefndir og ráð. Samþykkt er að í stað Katýjar Bjarnadóttur sem aðalmaður í félags- og barnaverndarnefnd komi Hilda Rós Pálsdóttir.

2.Steypustöðin ehf. sækir um lóð fyrir steypustöð á iðnaðasvæðinu á Bakka

Málsnúmer 201304076Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 104. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir lóð undir starfsemi fyrirtækisins á iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Fyrir fundi liggur teikning af mögulegri lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar samþykki bæjarstjórnar fyrir deiliskipulagsvinnu á svæðinu. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 104. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið þeim fresti sem lögboðnum umsagnaraðilum og almenningi var gefinn
til að koma á framfæri athugasemdum vegna skipulags- og matslýsingar fyrir deiliskipulag sorpurðunarsvæðis í Laugardal.
Athugasemdir og umsagnir bárust frá þremur aðilum:
1. Skipulagsstofnun kemur ýmsum athugasemdum og ábendingum á framfæri í bréfum dags. 10. og 11. apríl.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir með bréfi dags. 17. apríl athugasemdir við umfang fyrirhugaðrar urðunar.3. Minjavörður staðfestir með tölvupósti 7. maí 2013 að hann geri ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Ljóst er að mistök hafa átt sér stað varðandi lýsingu á magni og umfangi urðanlegs úrgangs á svæðinu í áður kynntri skipulagslýsingu.
Ekki er gert ráð fyrir að urðun á svæðinu upp á meira en 500 tonnum á ári af óvirkum úrgangi.
Þegar hefur verið skilað inn til Norðurþings leiðréttri skipulags- og matslýsingu fyrir urðunarsvæðið þar sem tekið er tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Til máls tók: Jón Grímsson. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

4.Ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012

Málsnúmer 201304050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012. Ársreikningar Norðurþings voru teknir fyrir á 73. fundi bæjarráðs og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Til máls tóku: Bergur og Jón Helgi. Ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012 eru samþykktir samhljóða við síðari umræðu.

5.Sameining Lífeyrissjóða - LSH/LSS

Málsnúmer 201305031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 73. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: Fyrir bæjarráði liggur erindi til afgreiðslu frá stjórn LsH um sameiningu lífeyrissjóða.Fyrir liggur erindi til bæjarstjórnar Norðurþings ásamt samningi um sameiningu Lífeyrissjóð starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning um sameiningu LsH og Lss. Til máls tók: Bergur Fyrirliggjandi tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 104

Málsnúmer 1305001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 104. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 7. lið: Þráinn og Jón Grímsson. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

7.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29

Málsnúmer 1305002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 29. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 2. lið: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

8.Bæjarráð Norðurþings - 73

Málsnúmer 1305003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 73. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:15.