Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

102. fundur 20. mars 2013 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson varamaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni fyrir Sölku kaffihús

Málsnúmer 201303040Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til handa Sölkuveitingum til sölu veitinga að Garðarsbraut 7. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings veitir jákvæða umsögn um erindið, enda hefð fyrir sölu veitinga í húsinu.

2.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingólfi Hjaltalín fyrir Vísi gistiheimili

Málsnúmer 201303044Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar að Garðarsbraut 14. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.

3.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201303042Vakta málsnúmer

Björn Jóhannsson kynnti þær breytingar sem orðið hafa á tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna tilfærslu á spennivirki við Bakka. Engar breytingar hafa orðið frá síðasta fundi. Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða breytingu aðalskipulags óverulega og ekki líklega til að hafa áhrif á stór svæði eða einstaka aðila. Breytingin er á óbyggðu landi í eigu sveitarfélagsins og felur í sér minni sýnileika mannvirkja en áður var gert ráð fyrir sem m.a. felur í sér að ekki liggi loftlína yfir þjóðveg nr. 85. Ennfremur færist loftlína fjær nágrönnum að Héðinshöfða. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna eins og hún liggur fyrir sem óverulega og að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer

Björn Jóhannsson kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á deiliskipulagstillögunni frá síðasta fundi m.a. í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var þann 9. mars s.l. Breytingar felast f.o.f. í endurskoðun byggingarreita og húshæða innan fyrirhugaðrar lóðar PCC sem og leiðréttingum á innfærslum fornminja. Ennfremur verði norðurmörk lóðar PCC útvíkkuð til norðurs í átt að Bakkaá. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt með áorðnum breytingum skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga.

5.Deiliskipulag fyrir nýjan Dettifossveg

Málsnúmer 201209089Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar skv. ákvæðum skipulagslaga. Athugasemdir/ábendingar bárust frá þremur aðilum innan skilgreinds athugasemdafrests:1. Guðrún Árnadóttir á Meiðavöllum, tölvupóstur til skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12. mars 2013: Farið er fram á að gert verði ráð fyrir fernum búfjárgöngum undir Dettifossveg, þar af þrennum hestgengum. Tilteknar eru hugmyndir um staðsetningu gangna. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir þrennum göngum, þar af tveimur hestgengum.Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að færðar verði inn breytingar á deiliskipulagstillögunni þannig að gert verði ráð fyrir fernum undirgöngum til samræmis við athugasemdir Guðrúnar.2. Sigurður Yngvason, munnl. athugasemd til skipulags- og byggingarfulltrúa: Sigurður minnir á að nokkur hluti fyrirhugaðs vegar liggi um birkiskóg í landi Tóveggjar og telur rangt að kalla þann hluta skógarins Meiðavallaskóg.Viðbrögð: Beðist er velvirðingar á rangfærslu sem fram kemur á einum stað í greinargerð. Texti greinargerðar bls. 22 hefur verið lagfærður þannig að þar er nú fjallað um Tóveggjarskóg.3. Náttúrustofa Norðausturlands, bréf dags. 15. mars 2013: Bent er á að nauðsynlegt sé að gera grein fyrir áhrifum vegarins á fuglalíf á svæði fjögur eins og gert er fyrir hin þrjú svæði vegarins.Viðbrögð: Fyrir mistök hefur kafli um dýralíf á fjórða hluta Dettifossvegar fallið út. Það hefur nú verið lagfært og umfjöllun þar með samræmd við aðra hluta vegarins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verð samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku.

6.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Eftir síðasta fund skipulags- og byggingarnefndar bárust umsagnir tveggja aðila um skipulagslýsingu til viðbótar við þær sem áður hefur verið fjallað um: 1. Umhverfisstofnun, bréf dags. 18. febrúar 2013: Stofnunin telur mikilvægt að fram komi í umhverfisskýrslu hversu mikið magn hefur verið urðað hingað til á urðunarstaðnum og hversu mikið er áætlað að urða þar á ári til framtíðar. Einnig er mikilvægt að fram komi hversu stór hluti urðaðs sorps hafi verið og verður sláturúrgangur. Stofnunin telur einnig mikilvægt að gerð verði grein fyrir fjarlægð urðunarstaðar til næsta íbúðarhúss. 2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, bréf dafs. 19. febrúar 2013: Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna. Tekið verður tillit til umsagnanna við gerð deiliskipulagstillögu. Kynnt var fyrirliggjandi tillaga Sorpsamlags Þingeyinga að deiliskipulagi urðunarstaðarins. Skipulags- og byggingarnefnd telur að umfang fyrirhugaðs sorpurðunarsvæðis skv. tillögunni gangi út yfir heimildir í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Í ljósi breyttrar stöðu sorpförgunar í Þingeyjarsýslum leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að gerð verði tillaga að breyttingu aðalskipulags sem heimili fyrirhugaða stækkun sorpurðunarsvæðisins. Breytingin felur í sér teikningu af afmörkun svæðisins og textabreytingu í kafla 23.15 í greinargerð. Stefnt verði að kynningu skipulagstillagnanna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á Kópaskeri nú í apríl.

7.Erindi frá Landsneti varðandi skipulagsmál vegna lagningu jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla

Málsnúmer 201302062Vakta málsnúmer

Landsnet óskar eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Norðurþings þannig að heimiluð verði lagning 66 kV jarðstrengs meðfram Reykjaheiðarvegi frá Húsavík til Höfuðreiðarmúla. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 13. apríl 2012, var ofangreind framkvæmd ekki talin matsskyld þar sem umhverfisáhrif hennar eru talin óveruleg í ljósi þess að fyrirhugaður strengur lægi um röskunarsvæði vegar. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings fellst á að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulagsins og gerir ráð fyrir að kostnaður vegna vinnslu skipulagstillögunnar verði greiddur af málsbeiðanda.

8.Jón Halldór Guðmundsson sækir um leyfi til að skipta út úr jörðinni, taka úr landbúnaðarnotum og stofna sem sjálfstæða eign lóð úr landi Ærlækjar

Málsnúmer 201303026Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki Norðurþings fyrir að skipta 25.564 m² landspildu út úr jörðinni Ærlæk (lnr. 154.258), taka úr landbúnaðarnotum og stofna sem sjálfstæða eign. Meðfylgjandi erindi er hnitsettur uppdráttur. Landið er tvískipt, beggja vegna lóðar skólans í Lundi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt af hálfu Norðurþings, þ.e. landinu verði skipt út úr jörðinni og tekið úr landbúnaðarnotum.

9.Norðurþing óskar eftir skilgreiningu lóða Lunds samkvæmt hnitsettri mynd

Málsnúmer 201303041Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun tveggja lóða við Lund í Öxarfirði. Annarsvegar er um að ræða 20.000 m² lóð vestan þjóðvegar undir íþróttahúsi, sundlaug og íbúðarhúsi og hinsvegar 75.000 m² lóð austan þjóðvegar undir skóla og heimavistarhúsi. Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd undirrituð til samþykktar af eigendum umlykjandi lands Ærlækjar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að afmörkun beggja lóða verði samþykkt.

10.Fjáreigendafélag Húsavíkur óskar eftir viðræðum um beitiland og framtíðar svæði fyrir fjárhús

Málsnúmer 201303023Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 10. mars 2013 óskar Fjáreigendafélag Húsavíkur eftir formlegum viðræðum við Norðurþing um framtíðarsvæði fyrir fjárhúsabyggingar og beitilönd á láglendi. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja viðræður við félagið um skipulagningu framtíðarsvæðis fyrir fjárhús.

11.Byggingarskýrsla 2012

Málsnúmer 201303018Vakta málsnúmer

Kynnt var byggingarskýrsla Norðurþings fyrir árið 2012.

12.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gisti- og þjónustuhús í Lundi, Öxarfirði

Málsnúmer 201303047Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 267,6 m² gisti- og þjónustuhúsi við Lund. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af grunnmynd og útliti, sem og afstöðumynd. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á stöðuleyfi fyrir svo miklu mannvirki til reksturs ferðaþjónustu.

13.Norðursigling ehf. sækir um framlengingu á stöðuleyfi Café Skuldar og miðasöluhúsnæðis að Hafnarstétt 11

Málsnúmer 201303013Vakta málsnúmer

Óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis Café Skuldar á þaki Hafnarstéttar 11 - "Svartabakka" og miðasöluhúsnæðis fyrirtækisins á þaki verbúða hafnarsjóðs. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði stöðuleyfi fyrir Café Skuld á þaki "Svartabakka" til 31. október 2013, í því ljósi að tafir urðu á endanlegri afgreiðslu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á síðasta ári.Ennfremur leggur meirihluti skipulags- og byggingarnefnd það til við framkvæmda- og hafnarnefnd sem og bæjarstjórn að miðasöluhús Norðursiglingar á þaki Verbúðarhúsi hafnarsjóðs fái að standa til sama tíma. Soffía sat hjá við þessar afgreiðslur.

14.Örn Sigurðsson og Sólveig Guðmundsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð úr landi Þverár í Reykjahverfi

Málsnúmer 201303021Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 36,6 m² frístundahúsi á lóð umsækjenda við Þverá, lnr. 212.570. Meðfylgjandi erindi er teikning af húsinu, unnin af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

15.Rögnvaldur Harðarson sækir f.h. Davíðs Búa Halldórssonar um byggingarleyfi fyrir frístundahús að Rjúpnalundi 10

Málsnúmer 201302065Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að byggja 100 m² frístundahús að Rjúpnalundi 10 í Öxarfirði. Húsið er steinsteypt með einhalla þaki. Teikningar eru unnar af Rögnvaldi Harðarsyni á Rögg teiknistofu. Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 27. febrúar s.l. enda húsið talið falla innan ramma ákvæða deiliskipulags.

16.Skipulagsstofnun sendir til umsagnar frummatsskýrslu um kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka

Málsnúmer 201302075Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju PCC se við Bakka á Húsavík. Í fyrsta áfanga er fyrirhuguð framleiðslugeta áætluð 33.000 tonn en gert er ráð fyrir framleiðslugetu til framtíðar upp á 66.000 tonn. Samstarf hefur verið milli PCC se og Norðurþings um fyrirhugaða uppbyggingu. Fyrirhuguð uppbygging er þannig í samræmi við aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 og þá deiliskipulagstillögu af iðnaðarsvæði við Bakka sem nú er til kynningar. Framkvæmdum af þessari stærðargráðu fylgir þó ávallt nokkur inngrip í umhverfið. Hvað meginþætti varðar eru bein áhrif verksmiðju PCC se á Bakka bundin við lóð fyrirtækisins og allra næsta umhverfi. Sjónræn áhrif munu þó verða nokkuð víðtækari en önnur áhrif eins og óhjákvæmilegt er fyrir svo umfangsmikil mannvirki. Samkvæmt frummatsskýrslu er gert ráð fyrir að gripið verði til ýmissra aðgerða, bæði á framkvæmdatíma og rekstrartíma, til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Jákvæð áhrif verksmiðjunnar á samfélag eru víðfeðm og ná til Norðurþings, nágrannasveitarfélaga og raunar landsins alls. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings veitir jákvæða umsögn um frummatsskýrsluna.

17.Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054Vakta málsnúmer

Sorpsamlag Þingeyinga óskar eftir formlegri umfjöllun um tillögu að skipulagslýsingu fyrir sorpurðunarsvæði í Laugardal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.