Fara í efni

Skipulagsstofnun sendir til umsagnar frummatsskýrslu um kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka

Málsnúmer 201302075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 68. fundur - 27.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, að beiðni Skipulagsstofnunar, frummatsskýrsla um kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Frummatsskýrslan er aðgengileg í gegnum heimasíðu Skipulagsstofnunar. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 15. mars n.k. Bæjarráð vísar beiðni Skipulagsstofnunar til umfjöllunar og umsagnar skipulags- og bygginganefndar. Bæjarráð hvetur jafnframt íbúa til að kynna sér skýrsluna. Frummatsskýrslan er aðgengileg í gegnum heimasíðu Skipulagsstofnunar og á; <A href="http://www.efla.is/kisilmalmverksmieja-a-bakka-vie-husavik">http://www.efla.is/kisilmalmverksmieja-a-bakka-vie-husavik</A>

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju PCC se við Bakka á Húsavík. Í fyrsta áfanga er fyrirhuguð framleiðslugeta áætluð 33.000 tonn en gert er ráð fyrir framleiðslugetu til framtíðar upp á 66.000 tonn. Samstarf hefur verið milli PCC se og Norðurþings um fyrirhugaða uppbyggingu. Fyrirhuguð uppbygging er þannig í samræmi við aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 og þá deiliskipulagstillögu af iðnaðarsvæði við Bakka sem nú er til kynningar. Framkvæmdum af þessari stærðargráðu fylgir þó ávallt nokkur inngrip í umhverfið. Hvað meginþætti varðar eru bein áhrif verksmiðju PCC se á Bakka bundin við lóð fyrirtækisins og allra næsta umhverfi. Sjónræn áhrif munu þó verða nokkuð víðtækari en önnur áhrif eins og óhjákvæmilegt er fyrir svo umfangsmikil mannvirki. Samkvæmt frummatsskýrslu er gert ráð fyrir að gripið verði til ýmissra aðgerða, bæði á framkvæmdatíma og rekstrartíma, til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Jákvæð áhrif verksmiðjunnar á samfélag eru víðfeðm og ná til Norðurþings, nágrannasveitarfélaga og raunar landsins alls. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings veitir jákvæða umsögn um frummatsskýrsluna.