Fara í efni

Fjáreigendafélag Húsavíkur óskar eftir viðræðum um beitiland og framtíðar svæði fyrir fjárhús

Málsnúmer 201303023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013

Með bréfi dags. 10. mars 2013 óskar Fjáreigendafélag Húsavíkur eftir formlegum viðræðum við Norðurþing um framtíðarsvæði fyrir fjárhúsabyggingar og beitilönd á láglendi. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja viðræður við félagið um skipulagningu framtíðarsvæðis fyrir fjárhús.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27. fundur - 20.03.2013

Fjáreigendafélagið óskar með bréfi eftir formlegum viðræðum við framkvæmda- og hafnanefnd um framtíðarsvæði fyrir fjáreigendur. Það er bæði er varðar beitiland á láglendi s.s. Saltvík og framtíðarsvæði fyrir fjárhúsbyggingar. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ-fulltrúi að hefja viðræður við Fjáreigendafélagið.