Fara í efni

Umsókn um stöðuleyfi fyrir gisti- og þjónustuhús í Lundi, Öxarfirði

Málsnúmer 201303047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 267,6 m² gisti- og þjónustuhúsi við Lund. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af grunnmynd og útliti, sem og afstöðumynd. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á stöðuleyfi fyrir svo miklu mannvirki til reksturs ferðaþjónustu.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27. fundur - 20.03.2013

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt sækir fyrir hönd Axels Yngvasonar, sem rekið hefur gistiþjónustu í Lundi, um stöðuleyfi fyrir gisti- og þjónustuhús í Lundi sem samanstanda af: 14 herbergjum, 6 baðherbergjum, eldhúsi og borðsal. Gisti og þjónustuhús eru alls 35,5 m á lengd og 7,5 m á breidd. Alls um 267,6 m2. Ýmis hönnunargögn og afstöðumyndir fylgja. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir afgreiðslu s&b-nefndar frá því í dag og hafnar erindinu.