Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

23. fundur 22. mars 2013 kl. 16:15 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Benedikt Kristjánsson 2. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201303042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Björn Jóhannsson kynnti þær breytingar sem orðið hafa á tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna tilfærslu á spennivirki við Bakka.
Engar breytingar hafa orðið frá síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða breytingu aðalskipulags óverulega og ekki líklega til að hafa áhrif á stór svæði eða einstaka aðila.

Breytingin er á óbyggðu landi í eigu sveitarfélagsins og felur í sér minni sýnileika mannvirkja en áður var gert ráð fyrir sem m.a. felur í sér að ekki liggi loftlína yfir þjóðveg nr. 85.
Ennfremur færist loftlína fjær nágrönnum að Héðinshöfða.
Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna eins og hún liggur fyrir sem óverulega og að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

2.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Björn Jóhannsson kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á deiliskipulagstillögunni frá síðasta fundi m.a.
í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var þann 9. mars s.l.
Breytingar felast f.o.f. í endurskoðun byggingarreita og húshæða innan fyrirhugaðrar lóðar PCC sem og leiðréttingum á innfærslum fornminja.
Ennfremur verði norðurmörk lóðar PCC útvíkkuð til norðurs í átt að Bakkaá.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt með áorðnum breytingum skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulag fyrir nýjan Dettifossveg

Málsnúmer 201209089Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu á tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar skv. ákvæðum skipulagslaga.
Athugasemdir/ábendingar bárust frá þremur aðilum innan skilgreinds athugasemdafrests:1.
Guðrún Árnadóttir á Meiðavöllum, tölvupóstur til skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12. mars 2013:
Farið er fram á að gert verði ráð fyrir fernum búfjárgöngum undir Dettifossveg, þar af þrennum hestgengum.
Tilteknar eru hugmyndir um staðsetningu gangna.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir þrennum göngum, þar af tveimur hestgengum.Viðbrögð:
Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að færðar verði inn breytingar á deiliskipulagstillögunni þannig að gert verði ráð fyrir fernum undirgöngum til samræmis við athugasemdir Guðrúnar.2.
Sigurður Yngvason, munnl. athugasemd til skipulags- og byggingarfulltrúa:
Sigurður minnir á að nokkur hluti fyrirhugaðs vegar liggi um birkiskóg í landi Tóveggjar og telur
rangt að kalla þann hluta skógarins Meiðavallaskóg.Viðbrögð:
Beðist er velvirðingar á rangfærslu sem fram kemur á einum stað í greinargerð.
Texti greinargerðar bls. 22 hefur verið lagfærður þannig að þar er nú fjallað um Tóveggjarskóg.3.
Náttúrustofa Norðausturlands, bréf dags.
15. mars 2013:
Bent er á að nauðsynlegt sé að gera grein fyrir áhrifum vegarins á fuglalíf á svæði fjögur eins og gert er fyrir hin þrjú svæði vegarins.Viðbrögð:
Fyrir mistök hefur kafli um dýralíf á fjórða hluta Dettifossvegar fallið út.
Það hefur nú verið lagfært og umfjöllun þar með samræmd við aðra hluta vegarins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verð samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Eftir síðasta fund skipulags- og byggingarnefndar bárust umsagnir tveggja aðila um skipulagslýsingu til viðbótar við þær sem áður hefur verið fjallað um:
1.
Umhverfisstofnun, bréf dags. 18. febrúar 2013:
Stofnunin telur mikilvægt að fram komi í umhverfisskýrslu hversu mikið magn hefur verið urðað hingað til á urðunarstaðnum og hversu mikið er áætlað að urða þar á ári til framtíðar.
Einnig er mikilvægt að fram komi hversu stór hluti urðaðs sorps hafi verið og verður sláturúrgangur.
Stofnunin telur einnig mikilvægt að gerð verði grein fyrir fjarlægð urðunarstaðar til næsta íbúðarhúss.
2.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, bréf dafs. 19. febrúar 2013:
Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.
Tekið verður tillit til umsagnanna við gerð deiliskipulagstillögu.
Kynnt var fyrirliggjandi tillaga Sorpsamlags Þingeyinga að deiliskipulagi urðunarstaðarins.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að umfang fyrirhugaðs sorpurðunarsvæðis skv. tillögunni gangi út yfir heimildir í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.
Í ljósi breyttrar stöðu sorpförgunar í Þingeyjarsýslum leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að gerð verði tillaga að breyttingu aðalskipulags sem heimili fyrirhugaða stækkun sorpurðunarsvæðisins. Breytingin felur í sér teikningu af afmörkun svæðisins og textabreytingu í kafla 23.15 í greinargerð. Stefnt verði að kynningu skipulagstillagnanna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á Kópaskeri nú í apríl. Til máls tóku: Jón Grímsson, Benedikt og Jón Helgi. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

5.Jón Halldór Guðmundsson sækir um leyfi til að skipta út úr jörðinni, taka úr landbúnaðarnotum og stofna sem sjálfstæða eign lóð úr landi Ærlækjar

Málsnúmer 201303026Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki Norðurþings fyrir að skipta 25.564 m² landspildu út úr jörðinni Ærlæk (lnr. 154.258), taka úr landbúnaðarnotum og stofna sem sjálfstæða eign.
Meðfylgjandi erindi er hnitsettur uppdráttur.
Landið er tvískipt, beggja vegna lóðar skólans í Lundi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt af hálfu Norðurþings, þ.e. landinu verði skipt út úr jörðinni og tekið úr landbúnaðarnotum. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Norðurþing óskar eftir skilgreiningu lóða Lunds samkvæmt hnitsettri mynd

Málsnúmer 201303041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun tveggja lóða við Lund í Öxarfirði.
Annarsvegar er um að ræða 20.000 m² lóð vestan þjóðvegar undir íþróttahúsi, sundlaug og íbúðarhúsi og hinsvegar 75.000 m² lóð austan þjóðvegar undir skóla og heimavistarhúsi.
Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd undirrituð til samþykktar af eigendum umlykjandi lands Ærlækjar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að afmörkun beggja lóða verði samþykkt. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillögur skipulags- og byggingarnefndar samþykktar samhljóða.

7.Norðursigling ehf. sækir um framlengingu á stöðuleyfi Café Skuldar og miðasöluhúsnæðis að Hafnarstétt 11

Málsnúmer 201303013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis Café Skuldar á þaki Hafnarstéttar 11 - "Svartabakka" og miðasöluhúsnæðis fyrirtækisins á þaki verbúða hafnarsjóðs.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði stöðuleyfi fyrir Café Skuld á þaki "Svartabakka" til 31. október 2013, í því ljósi að tafir urðu á endanlegri afgreiðslu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á síðasta ári.Ennfremur leggur meirihluti skipulags- og byggingarnefnd það til við framkvæmda- og hafnarnefnd sem og bæjarstjórn að miðasöluhús Norðursiglingar á þaki Verbúðarhúsi hafnarsjóðs
fái að standa til sama tíma.
Soffía sat hjá við þessar afgreiðslur. Til máls tóku undir þessum lið: Jón Grímsson Fyrirliggjandi tillögur meirihluta skipulags- og byggingarnefndar samþykktar með atkvæðum Trausta, Olgu, Jóns Grímssonar, Jóns Helga, Friðriks, Þráins, Benedikts og Hjálmars Boga.Soffía sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

8.Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Sorpsamlag Þingeyinga óskar eftir formlegri umfjöllun um tillögu að skipulagslýsingu fyrir sorpurðunarsvæði í Laugardal.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún er lögð fram. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

9.Áskorun til Alþingis Íslendinga

Málsnúmer 201303074Vakta málsnúmer



Eftirfarandi er ályktun bæjarstjórnar Norðurþings:

Bæjarstjórn Norðurþings hvetur Alþingi til að samþykkja nú þegar frumvörp um uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka annarsvegar og heimild til að gera fjárfestingarsamning um byggingu kísilvers í landi Bakka við Húsavík hinsvegar.
Í hartnær áratug hafa sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum barist fyrir því að nýta auðlindir sem þar er að finna til eflingar samfélagsins. Málum er þannig fyrir komið að þýska fyrirtækið PCC hefur áhuga á að reisa og reka kísilverksmiðju í landi Bakka, fjárfesting sem mun hafa veruleg jákvæð áhrif á byggðaþróun á Norðausturlandi. Öll skref í þessu máli hafa verið stigin ásamt ríkisvaldinu og fyrirtækjum þess og breið sátt er um framgang málsins. Verkefnið er komið á ákvörðunarstig og afar brýnt að lagafrumvörpin verði samþykkt nú þegar. Frumvörpin eru forsenda þess að hjól atvinnulífsins fari í gang, Þingeyingum og landsmönnum öllum til heilla.

Fyrirliggjandi ályktun bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.

10.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 34

Málsnúmer 1301008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 34. fundar félags- og barnaverndarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

11.Bæjarráð Norðurþings - 68

Málsnúmer 1302006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 68. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 7. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 17. lið fundargerðarinnar: Benedikt og Bergur.Til máls tóku undir 15. lið fundargerðarinnar: Jón Grímsson. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

12.Bæjarráð Norðurþings - 69

Málsnúmer 1303001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 69. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 8. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Jón Helgi og Þráinn.Til máls tóku undir 3. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 9. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

13.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 19

Málsnúmer 1303004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 19. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 5. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Jón Grímsson, Jón Helgi, Þráinn og Benedikt.Til máls tóku undir 9. lið fundargerðarinnar: Soffía, Hjálmar Bogi og Benedikt.Til máls tóku undir 10. lið fundargerðarinnar: Benedikt, Soffía og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102

Málsnúmer 1303003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 102. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

15.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27

Málsnúmer 1303005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 27. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 9. lið fundargerðarinnar: Soffía, Þráinn, Hjálmar Bogi, Benedikt, Bergur, Jón Helgi, Jón Grímsson og Trausti.Til máls tóku undir 17. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Soffía og Benedikt. Hjálmar Bogi óskar bókað við umræðu um 17. lið fundargerðarinnar:"Undirritaður vill nota þetta tækifæri til að hvetja íbúa í þéttbýli innan sveitarfélagsins að ganga til og frá vinnu þar sem það á við. Foreldrar eru hvattir til að ganga með börnum sínum í skólann þar sem það á við. Íbúar eru hvattir til að nýta sér athafnir daglegs lífs sér til heilsubótar."Hjálmar Bogi Hafliðason - sign. Til máls tóku undir 11. lið fundargerðarinnar: Benedikt, Þráinn, Jón Grímsson, Trausti, Hjálmar Bogi og Jón Helgi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

16.Bæjarráð Norðurþings - 70

Málsnúmer 1303006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 70. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:00.