Fara í efni

Áskorun til Alþingis Íslendinga

Málsnúmer 201303074

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 23. fundur - 22.03.2013



Eftirfarandi er ályktun bæjarstjórnar Norðurþings:

Bæjarstjórn Norðurþings hvetur Alþingi til að samþykkja nú þegar frumvörp um uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka annarsvegar og heimild til að gera fjárfestingarsamning um byggingu kísilvers í landi Bakka við Húsavík hinsvegar.
Í hartnær áratug hafa sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum barist fyrir því að nýta auðlindir sem þar er að finna til eflingar samfélagsins. Málum er þannig fyrir komið að þýska fyrirtækið PCC hefur áhuga á að reisa og reka kísilverksmiðju í landi Bakka, fjárfesting sem mun hafa veruleg jákvæð áhrif á byggðaþróun á Norðausturlandi. Öll skref í þessu máli hafa verið stigin ásamt ríkisvaldinu og fyrirtækjum þess og breið sátt er um framgang málsins. Verkefnið er komið á ákvörðunarstig og afar brýnt að lagafrumvörpin verði samþykkt nú þegar. Frumvörpin eru forsenda þess að hjól atvinnulífsins fari í gang, Þingeyingum og landsmönnum öllum til heilla.

Fyrirliggjandi ályktun bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.