Fara í efni

Skíðagöngudeild Völsungs, trjárækt á skíðagöngusvæði við Höskuldsvatn

Málsnúmer 201402022

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014

Skíðagöngudeild Völsungs óskar eftir samstarfi og samvinnu við gróðursetningu plantna á svæði sem göngubrautir eru lagðar. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur Garðyrkjustjóra að annast samskipti við skíðagöngudeildina.

Bæjarráð Norðurþings - 95. fundur - 13.02.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Skíðagöngudeild Völsungs vegna trjáræktar á skíðagöngusvæði við Höskuldsvatn. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Komið hefur í ljós að vegna núverandi samnings um ræktun landgræðslu- og útivistarskóga er nauðsynlegt að endurskoða skilgreind svæðamörk samningsins þ.e. að útvíkka hann þannig að plöntun trjáa til að veita betra skjólbelti við gönguskíðasvæði félagsins nái tilætluðum markmiðum. Stækkunin sem þarf er innan núverandi landgræðslugirðingar. Bæjarráð leggur til að framkvæmda- og hafnafulltrúi ásamt garðyrkjustjóra vinni að gerð nýs samnings við Skógræktarfélag Íslands og leggi fyrir næsta fund framkvæmda- og hafnanefndar.