Fara í efni

Birna Björnsdóttir f.h. íbúasamtaka Raufarhafnar, erindi varðandi blokkina á Raufarhöfn

Málsnúmer 201406073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 109. fundur - 03.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Birnu Björnsdóttir, Ingibjörgu H. Sigurðardóttir og Þóru S. Gylfadóttir, f.h. íbúasamtaka Raufarhafnar vegna ástands á blokkaríbúðum að Aðalbraut 67 - 69 á Raufarhöfn. Fram kemur í erindinu að ástand íbúðanna og húsnæðisins er afar slæmt. Á aðalfundi Íbúasamtaka Raufarhafnar sem haldinn var 14. maí s.l. var stjórn samtakanna falið að senda frá sér bókun varðandi ástand "blokkarinnar". <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Íbúasamtök Raufarhafnar lýsa yfir miklum áhyggjum með ástand blokkarinnar, þ.e. Aðalbrautar 67-69 á Raufarhöfn. Ástand hússins er mjög bágborið, bæði utan- og innanhúss. Engin kynding er á hluta hússins þar sem rafmagnsreikningar hafa ekki verið greiddir. Ekkert viðhald eða endurbætur hafa farið fram á húsinu í mörg ár og eru margar íbúðir varla hæfar til búsetu. Blokkin stendur á áberandi stað á Raufarhöfn og er ásýnd hennar mikið lýti á annars fallegu þorpi. <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Ef ekkert verður að gert, þá er hætt við að húsnæðið eyðileggist, eða a.m.k. verði orðið það illa farið að enginn treysti sér til að koma því í nothæft ástand. <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Því skora Íbúasamtök Raufarhafnar á eigendur ”blokkarinnar“ að gera án tafar viðeigandi ráðstafanir til þess að koma ástandi hússins í eðlilegt horf, þannig útlit hússins verði með sóma og að íbúðirnar nýtist að fullu á leigumarkaði. <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Enn fremur skora Íbúasamtök Raufarhafnar á Norðurþing og aðra þá hagsmunaaðila sem kunna að eiga hagsmuna að gæta eða koma að þessu máli með einhverjum hætti, að beita öllum tiltækum ráðum til að fylgja því eftir að ”blokkinni“ verði komið í viðunandi horf. <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og mun beita sér eins og kostur er í málinu.