Fara í efni

Björn G. Björnsson, umsókn um styrk vegna útgáfu bókar um Rögnvald Ólafsson, arkitekt

Málsnúmer 201406074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 109. fundur - 03.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá Birni G. Björnssyni um styrk vegna útgáfu bókar um Rögnvald Ólafsson, arkitekt. Fram kemur í erindinu að bréfritari er að vinna að ljósmyndabók um Rögnvald Ólafsson, fyrsta íslenska arkitektinn og verk hans en meðal þeirra er Húsavíkurkirkja. Bókin kemur út í haust en þá verða liðin 140 ár frá fæðingu hans. Útgefandi er Salka. Rögnvaldur hóf störf 1904 og varð ráðunautur stjórnvalda um opinberar byggingar árið 1906. Hann teiknaði um 30 kirkjur og alls rúmlega 100 byggingar á stuttum ferli, en lést 43 ára úr berklum árið 1917. Árið 1996 gerði bréfritari heimildarmynd um Rögnvald, sem sýnd var í sjónvarpi, og fékk meðal annars til þess styrk frá Húsavíkurbæ. Óskað er eftir stuðningi frá Norðurþingi til að ljúka við myndatökur fyrir bókina. Styrkurinn felst m.a. í kostnaði við ferðir um Norðurland og mynda Húsavíkurkirkju ásamt öðrum byggingum hans. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því.