Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

115. fundur 04. september 2014 kl. 16:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Áætlanir Mílu um uppsetningu Ljósveitu í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201408057Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu, Kristinn Ásgeirsson, forstöðumaður Aðgangsneta Mílu og Benedikt Rúnarsson, öryggis- og gæðastjóri Mílu til að fjalla um tvö mál, annars vegar áætlun Mílu um uppsetningu Ljósveitu í sveitarfélaginu ásamt því að ræða um að koma á bættu netsambandi innan dreifðari byggða sveitarfélagsins og hins vegar að kynna viðabragðsáætlun fyrirtækisins varðandi mögulegar náttúruhamfarir sem kunna að hafa áhrif á fjarskipti í sveitarfélaginu. Það mál er tekið sérstaklega fyrir hér að neðan.Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir samstarfi við Mílu um útfærslu og mögulegar leiðir til að efla fjarskiptasamband í dreifðum byggðum sveitarfélagsins.Bæjarráð þakkar fulltrúum Mílu fyrir gagnlegar og góðar umræður.

2.Viðbragðsáætlanir Mílu varðandi mögulegar náttúruhamfarir sem kunna að hafa áhrif á fjarskipti í Norðurþingi

Málsnúmer 201408056Vakta málsnúmer

Fulltrúar Mílu fóru yfir og kynntu viðbragðsáætlun varðandi mögulegar náttúruhamfarir sem kunna að hafa áhrif á fjarskipti í sveitarfélaginu. Kynningin var ítarleg og góð og sýnir að fyrirtækið er vel undirbúið og skipulagt þegar kemur að áætlun um að halda uppi fjarskiptum komi til náttúruhamfara.Bæjarráð þakkar fulltrúum Mílu fyrir góða kynningu.

3.Boðuð lokun starfsstöðvar Vinnumálastofnunar á Húsavík

Málsnúmer 201409006Vakta málsnúmer

Fyrir fund bæjarráðs er til umræðu boðuð lokun starfsstöðvar Vinnumálastofnunar á Húsavík.Sveitarfélagið Norðurþing harmar mjög ákvörðun Vinnumálastofnunar (VMST) er varðar niðurskurð á starfsemi stofnunarinnar á Húsavík. Jafnframt er harmað að VMST hafi ekki haft samráð eða samskipti um málið áður en þessi ákvörðun var tekin. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá að þessi aðgerð samræmist stefnu stjórnvalda í því að fjölga opinberum störfum í landsbyggðunum. Bæjarráð Norðurþings hvetur VMST til að draga þessa ákvörðun til baka og aukinheldur efla starfsstöð sína í Þingeyjarsýslum með því að hafa starfsmann í 100% stöðu á Húsavík til að sinna héraðinu öllu.

4.Boðun á XXVIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur boðun á XXXVIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri dagana 24. til 26. september n.k. Öll sveitarfélög á landinu eiga aðild að sambandinu og eiga rétt til að senda fulltrúa á landsþingið í samræmi við íbúafjölda 1. janúar 2014, sbr. ákvæði 5. gr. samþykkta sambandsins. Þá eiga framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar, auk formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga, rétt til setu á landsþinginu með málfrelsi og tillögurétt.Lagt fram til kynningar.

5.Eyþing fundargerðir

Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 257. fundar Eyþings. Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2014

Málsnúmer 201402080Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 1. fundur nýrrar stjórnar DA sf. Lagt fram til kynningar.

7.Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir, tilboð um þjónustusamning

Málsnúmer 201406069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rafnari Orra Gunnarssyni og Harry Bjarka Gunnarsyni þar sem annars vegar er lagt fram tilboð í upptökur á bæjarstjórnarfundum og hins vegar tilboð í uppfærslu á heimasíðu sveitarfélagsins. Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið. Bæjarstjóra er falið að vinna að lýsingu á skilgreindum þörfum vegna heimasíðu og upptöku á fundum bæjarstjórnar og auglýsa eftir tilboðum.

Fundi slitið - kl. 17:30.