Fara í efni

Áætlanir Mílu um uppsetningu Ljósveitu í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201408057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 115. fundur - 04.09.2014

Á fund bæjarráðs mættu, Kristinn Ásgeirsson, forstöðumaður Aðgangsneta Mílu og Benedikt Rúnarsson, öryggis- og gæðastjóri Mílu til að fjalla um tvö mál, annars vegar áætlun Mílu um uppsetningu Ljósveitu í sveitarfélaginu ásamt því að ræða um að koma á bættu netsambandi innan dreifðari byggða sveitarfélagsins og hins vegar að kynna viðabragðsáætlun fyrirtækisins varðandi mögulegar náttúruhamfarir sem kunna að hafa áhrif á fjarskipti í sveitarfélaginu. Það mál er tekið sérstaklega fyrir hér að neðan.Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir samstarfi við Mílu um útfærslu og mögulegar leiðir til að efla fjarskiptasamband í dreifðum byggðum sveitarfélagsins.Bæjarráð þakkar fulltrúum Mílu fyrir gagnlegar og góðar umræður.