Fara í efni

Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Óskari F. Jónssyni v/Hafnarstétt 5, áður Pallurinn

Málsnúmer 201406043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014

Fyrir bæjarráði liggur beiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Óskari F. Jónssyni v/Hafnastétt 5, áður Pallurinn. Bæjarráð getur ekki veitt jákvæða umsögn á þessu stigi málsins. Bæjarráð bendir á að smábyggingarnar sem áður hýstu Pallinn og nýttar hafa verið til þessara starfsemi, eru óleyfisbyggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Bæjarráð telur ekki hægt að víkja frá gildandi deiliskipulagi svæðisins. Til ábendingar skal þess getið að gildandi deiliskipulag miðhafnarsvæðis heimilar allt að 45 fm byggingar á stöðuleyfi á viðkomandi lóð og eru þeir fullnýttir.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118. fundur - 01.07.2014

Óskað er eftir rekstrarleyfi til sölu veitinga á þaki Hafnarstéttar 7 þar sem áður var rekinn Pallurinn. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tölvupóst frá Óskari Jónssyni, dags. 25. júní s.l. þar sem hann gerir m.a. grein fyrir að mögulega verði eldhús á efri hæð Hafnarstéttar 7 notað til rekstrarins ef þörf er á. Skipulags- og byggingarnefnd telur sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um sölu veitinga úr eldhúsi sem stendur í óleyfi bæjaryfirvalda og veitir því neikvæða umsögn um erindið meðan gert er ráð fyrir matsölu úr fyrrum eldhúsi Pallsins.