Fara í efni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti óskar eftir sameiginlegum fulltrúa frá Norðurþingi og Tjörneshreppi í samstarfshóp um raforkumál á Norð-austurlandi

Málsnúmer 201405086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti þar sem óskað er eftir sameiginlegum fulltrúa frá Norðurþingi og Tjörneshreppi í samstarfshóp um raforkumál á Norð-Austurlandi.Árið 2009 skipaði iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Góð reynsla hefur verið af samstarfshópi þessum sem hefur verið skipaður af heimamönnum, fyrirtækjum á svæðinu, Orkubúi Vestfjarðar, Landsneti og Orkustofnun. Aðstæður á Norð-Austurlandi eru um margt líkar þeim sem eru á Vestfjörðum, hvað varðar raforkuöryggi. Bent hefur verið á að æskilegt sé að sambærilegu starfi verði komið á sem skoði raforkukerfi Norð-Austurlands.Með vísan til framangreinds hefur verið ákveðið að koma á fót föstum samstarfshópi. Því er óskað eftir tilnefningu tveggja einstaklinga, konu og karls. Ráðherra skipar í samstarfshópinn og velur úr tilnefningum til að kynjaskipting sé sem jöfnunst.Ekki verður greidd þóknun fyrir setu í samstarfshópnum, en greitt verður fyrir ferðakostnað samkvæmt nánara samkomulagi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Bæjarráð tilnefnir Guðrúnu Erlu Jónsdóttir og Kristján Þór Magnússon.