Fara í efni

Póst- og fjarskiptastofnun, fækkun póstdreifingardaga við Kópasker og Raufarhöfn

Málsnúmer 201409110

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 118. fundur - 02.10.2014

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillaga Íslandspóst sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur sent sveitarfélaginu en þar kemur fram að fyrirhuguð er fækkun dreifingardaga í dreifðari byggð í landinu og fellur Raufarhöfn og Kópasker undir skilgreiningu Íslandspósts. Bæjarráð tekur undir áhyggjur Íslandspósts um ástand vega í sveitarfélaginu en leggst alfarið gegn skerðingu á póstþjónustu í dreifðum byggðum Norðurþings.