Fara í efni

Erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar v/ÁTVR

Málsnúmer 201408017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 113. fundur - 21.08.2014

Framfarafélag Öxarfjarðar segir áhuga hjá stjórnendum ÁTVR að leigja aðstöðu í hluta verslunarhúsnæðisins á Kópaskeri og opna þar vínbúð. Muni það styrkja rekstrargrundvöll verslunarinnar, bæta þjónustu við íbúa, farandverkafólk og sívaxandi fjölda ferðamanna á svæðinu .Í framhaldi af viðræðum við Ívar J Arndal forstjóra ÁTVR óskar félagið eftir því við sveitastjórn að hún sendi formlegt erindi til forstjóra ÁTVR með beiðni um að opnuð verði vínbúð á Kópaskeri. Bæjarráð Norðurþings setur sig ekki upp á móti opnun áfengisútsölu á Kópaskeri og bendir ÁTVR á að senda inn formlegt erindi þar um

Bæjarráð Norðurþings - 116. fundur - 11.09.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ívari J Arndal, forstjóra ÁTVR þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að opna áfengisverslun á Kópaskeri með vísan til 10 gr. laga nr. 86/2011 um verslun ríkisins með áfengi og tóbak. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni ÁTVR.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 120. fundur - 16.09.2014

ÁTVR óskar heimildar Norðurþings til að opna áfengisverslun í Bakkagötu 10 á Kópaskeri með vísan til 10. gr. laga nr. 86/2011.

Skv. 11. gr. Áfengislaga nr. 75/1998 skal sveitarstjórn leita álits skipulags- og byggingarnefndar áður en hún veitir leyfi til rekstrar áfengisútsölu. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér fyrirliggjandi erindi ÁTVR. Fyrirhuguð staðsetning er á miðsvæði þéttbýlisins skv. gildandi aðalskipulagi og í sama húsi og matvöruverslunin. Skipulags- og byggingarnefnd veitir því jákvæða umsögn um veitingu leyfis fyrir áfengisverslun á lóðinni.

Bæjarstjórn Norðurþings - 39. fundur - 23.09.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: ÁTVR óskar heimildar Norðurþings til að opna áfengisverslun í Bakkagötu 10 á Kópaskeri með vísan til 10. gr. laga nr. 86/2011.
Skv. 11. gr. Áfengislaga nr. 75/1998 skal sveitarstjórn leita álits skipulags- og byggingarnefndar áður en hún veitir leyfi til rekstrar áfengisútsölu. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér fyrirliggjandi erindi ÁTVR. Fyrirhuguð staðsetning er á miðsvæði þéttbýlisins skv. gildandi aðalskipulagi og í sama húsi og matvöruverslunin.
Skipulags- og byggingarnefnd veitir því jákvæða umsögn um veitingu leyfis fyrir áfengisverslun á lóðinni. Bæjarráð fjallaði um erindið á 116. fundi sínum og veitti samþykkir fyrir beiðni ÁTVR. Fyrirliggjandi beiðni ÁTVR sem vísað var til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd samþykkt samhljóða.