Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

116. fundur 11. september 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Olga Gísladóttir 2. varamaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Húsavík, kynning á starfseminni

Málsnúmer 201409016Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Húsavík þær Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður Háskólaseturs Háskóla Íslands, Lilja Rögnvaldsdóttir, Huld Hafliðadóttir og Marianne Rasmusen og kynntu starfsemi stofnunarinnar. Áherslusvið stofnunarinnar á Húsavík eru rannsóknir á hvölum ásamt því að stofnuni vinnur að rannsóknum á ferðaþjónustu. Marianne fór yfir og kynnti erlend samstarfsverkefni um rannsóknir á hvölum í Skjálfanda ásam rannsóknum sem unnar eru erlendis. Huld fór yfir og kynnti samstarf Hvalasafnsins og Rannsóknarsetursins. Lilja fór yfir og kynnti rannsóknir á svið ferðaþjónustu t.a.m. efnahagslegu áhrifa ferðaþjónustunnar í Þingeyjarsýslum eins og útgjalda- og ferðavenjukannanir meðal erlendra ferðamanna. Rannsóknarsetrið kom á framfæri beiðni til sveitarfélagsins um aðkomu við að leysa húsnæðisvanda setursins. Einnig er óskað eftir upplýsingum um tekjur og þjónustugjöld sem fellur til vegna ferðaþjónustunnar. Að lokum er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins við stefnumótun Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Bæjarráð þakkar fulltrúum Rannsóknarsetursins fyrir kynninguna. Bæjarráð telur starfsemi Rannsóknarseturs Háskóla Íslands afar mikilvægt og vill leggja áherslu á gott samstarf. Bæjarstjóra er falið að leita leiða til að verða við óskum Rannsóknarsetursins og leggja tillögur fyrir bæjarráð að nýju.

2.Sýslumaðurinn á Húsavík, kynning á breyttu fyrirkomulagi starfsstöðva á Norðausturlandi

Málsnúmer 201409035Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Sýslumaðurinn á Húsavík, Svavar Pálsson, og kynnti breytingu á fyrirkomulagi starfsstöðva embættisins á Norðausturlandi. Bæjarráð hefur kynnt sér tillögur, eins og þær koma fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015, og lýsir yfir verulegum áhyggjum hvernig embættum sýslumanns og lögreglustjóra á Norðausturlandi er ætlað að reka starfsemi sína. Í ljósi þeirra aðstæðna sem koma fram í frumvarpinu gerir bæjarráð kröfu um lagfæringu sem tryggi íbúum þá þjónustu sem þeim er ætlað að veita. Jafnframt sjái ríkisvaldið til þess að fjármagn til reksturs tryggi starfsstöðvum embættanna eðlilegt rekstrarfé þannig að þjónustustig verði ekki skert meira en annars staðar á landinu.

3.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Málsnúmer 201409021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 eins og auglýsing ráðuneytisins kveður á um og er í samræmi við 10 gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Bæjar-/sveitarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðalögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast þær öll samskipti við ráðuneytið, sem nauðsynlegar eru vegna úthlutunarinnar.Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015 er til 30. september 2014. Úthlutað er samkvæmt tveimur reglum sem eru:1. Minni byggðarlög (viðmiðun er 2000 íbúar þann 1. desember 2013, sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski. Skal sveitarstjórn gera ráðuneytinu ítarlega grein fyrir vanda byggðarlagsins sem talið er að rekja megi til samdráttar í sjávarútvegi á síðustu árum og fyrir þýðingu veiða og vinnslu botnfisks fyrir það byggðarlag.2. Byggðarlög sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildarafaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim. Sveitarstjórnir skulu leggja fram gögn, sem sýna fram á að í tilteknu byggðarlagi hafi óvænt skerðing heildaraflaheimilda fiskiskipa sem gerð eru þaðan út og landað hafa þar afla, hafi haft verulega neikvæð áhrif á atvinnuástand í viðkomandi byggðarlagi. Að fengnum umsóknum sveitarfélaga tekur ráðuneytið ákvörðun um hversu mikill byggðakvóti kemur í hlut einstakra byggðarlaga og tilkynnir bæjar/sveitarstjórnum niðurstöðununa. Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2014/2015, nr. 651, 4 júlí 2014 og reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015, nr. 652, 4. júlí 2014 og eru bæjar- og sveitarstjórnarmenn hvattir til að kynna sér innihald þeirra.

4.ÁTVR óskar eftir að opna áfengisútsölu á Kópaskeri

Málsnúmer 201408017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ívari J Arndal, forstjóra ÁTVR þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að opna áfengisverslun á Kópaskeri með vísan til 10 gr. laga nr. 86/2011 um verslun ríkisins með áfengi og tóbak. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni ÁTVR.

5.Hlutafjáraukning Rifóss hf

Málsnúmer 201409020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi um hlutafjáraukningu til handa hluthafa Rifóss hf.Á aðalfundi Rifóss þann 6. júní s.l. var samþykkt heimild stjórnar til að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 21.875.000.- Stjórn félagsins telur að í ljósi rekstrarhorfa til næstu þriggja ára verði þessi aukning hlutafjár notuð til að ráðast í fyrirhugaðar fjárfestingar á landi og til að byggja upp aukinn lífmassa eldisfisks hjá félaginu og búa með því í haginn fyrir framtíðina. Fyrir liggur mat á hvaða gengi megi bjóða aukningu hlutafjár. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á hlutafénu og þurfa því að skrá sig fyrir því kjósi þeir að nýta forkaupsréttinn. Ákveðið er að forkaupsréttur hluthafa renni út 28. september 2014 og skal tilkynna um áskrift eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi. Bæjarráð mun ekki nýta forkaupsréttarákvæði sitt.

6.Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir f.h. TimeRules ehf. sækja um styrk til að gera heimildarmynd um sögu Húsavíkur

Málsnúmer 201409010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rafnari Orra Gunnarssyni og Harry Bjarka Gunnarssyni f.h. TimeRules ehf. á Húsavík þar sem óskað er eftir styrk til verkefnis sem snýr að gerð heimildarmyndar um Sögu Húsavíkur - mannlífs, menningar, íþrótta og atvinnulífs. Áætlað er að verkefnið taki um tvö ár og verði lokið í júlí 2016. Stefnt er að því að frumsýna verkið á bæjarhátíðinni "Mærudagar" í júlílok 2016. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

7.Samantekt vegna kostnaðaraukningar við gildistöku nýrra kjarasamninga við kennara

Málsnúmer 201409007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar kostnaðarauki vegna gildistöku nýrra kjarasamninga við kennara. Í samningnum felast umtalsverðar breytingar á vinnutímaskilgreiningum kennara sem leiða til samfelldari vinnutíma og aukins verkstjórnarvalds skólastjóra. Lagt fram til kynningar.

8.Sókn lögmannsstofa, tilboð um innheimtu og ráðgjöf

Málsnúmer 201409018Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sókn lögmannsstofu þar sem óskað er eftir að forsvarsmenn lögmannsstofunnar fái að gera sveitarfélaginu tilboð í innheimtu- og ráðgjafarþjónustu. Sveitarfélagið Norðurþing hefur ekki verið með fastan eða bindandi samning um lögfræði- eða ráðgjafaþjónustu í nokkur ár en er þegar með samning um innheimtur. Bæjarráð telur eðlilegt að bjóða lögmannsstofunni að taka þátt í og gera tilboð komi til þess að þjónustan verði boðin út.

9.Alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu - athugasemdir Norðurþings

Málsnúmer 201409034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til upplýsinga athugasemdir við umræðuskjal Póst- og fjarskiptastofnunar um alþjónustukvöð og/eða skyldur. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að athugasemdum við boðun PSF er varðar alþjónustukvöðina, með það að leiðarljósi að bæta bágborið ástand fjarskipta í dreifðari byggðum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.