Fara í efni

Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Húsavík, kynning á starfseminni

Málsnúmer 201409016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 116. fundur - 11.09.2014

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Húsavík þær Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður Háskólaseturs Háskóla Íslands, Lilja Rögnvaldsdóttir, Huld Hafliðadóttir og Marianne Rasmusen og kynntu starfsemi stofnunarinnar. Áherslusvið stofnunarinnar á Húsavík eru rannsóknir á hvölum ásamt því að stofnuni vinnur að rannsóknum á ferðaþjónustu. Marianne fór yfir og kynnti erlend samstarfsverkefni um rannsóknir á hvölum í Skjálfanda ásam rannsóknum sem unnar eru erlendis. Huld fór yfir og kynnti samstarf Hvalasafnsins og Rannsóknarsetursins. Lilja fór yfir og kynnti rannsóknir á svið ferðaþjónustu t.a.m. efnahagslegu áhrifa ferðaþjónustunnar í Þingeyjarsýslum eins og útgjalda- og ferðavenjukannanir meðal erlendra ferðamanna. Rannsóknarsetrið kom á framfæri beiðni til sveitarfélagsins um aðkomu við að leysa húsnæðisvanda setursins. Einnig er óskað eftir upplýsingum um tekjur og þjónustugjöld sem fellur til vegna ferðaþjónustunnar. Að lokum er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins við stefnumótun Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Bæjarráð þakkar fulltrúum Rannsóknarsetursins fyrir kynninguna. Bæjarráð telur starfsemi Rannsóknarseturs Háskóla Íslands afar mikilvægt og vill leggja áherslu á gott samstarf. Bæjarstjóra er falið að leita leiða til að verða við óskum Rannsóknarsetursins og leggja tillögur fyrir bæjarráð að nýju.