Fara í efni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Málsnúmer 201409021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 116. fundur - 11.09.2014

Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 eins og auglýsing ráðuneytisins kveður á um og er í samræmi við 10 gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Bæjar-/sveitarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðalögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast þær öll samskipti við ráðuneytið, sem nauðsynlegar eru vegna úthlutunarinnar.Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015 er til 30. september 2014. Úthlutað er samkvæmt tveimur reglum sem eru:1. Minni byggðarlög (viðmiðun er 2000 íbúar þann 1. desember 2013, sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski. Skal sveitarstjórn gera ráðuneytinu ítarlega grein fyrir vanda byggðarlagsins sem talið er að rekja megi til samdráttar í sjávarútvegi á síðustu árum og fyrir þýðingu veiða og vinnslu botnfisks fyrir það byggðarlag.2. Byggðarlög sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildarafaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim. Sveitarstjórnir skulu leggja fram gögn, sem sýna fram á að í tilteknu byggðarlagi hafi óvænt skerðing heildaraflaheimilda fiskiskipa sem gerð eru þaðan út og landað hafa þar afla, hafi haft verulega neikvæð áhrif á atvinnuástand í viðkomandi byggðarlagi. Að fengnum umsóknum sveitarfélaga tekur ráðuneytið ákvörðun um hversu mikill byggðakvóti kemur í hlut einstakra byggðarlaga og tilkynnir bæjar/sveitarstjórnum niðurstöðununa. Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2014/2015, nr. 651, 4 júlí 2014 og reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015, nr. 652, 4. júlí 2014 og eru bæjar- og sveitarstjórnarmenn hvattir til að kynna sér innihald þeirra.

Bæjarráð Norðurþings - 120. fundur - 30.10.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar Norðurþings um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015.




Ráðuneytið hefur endurreiknað byggðakvóta til allra sveitarfélaga, á grundvelli breyttra gagna frá Fiskistofu og er niðurstaðan eftirfarandi:

Húsavík 140 þígt
Kópasker 40 þígt
Raufarhöfn 134 þígt

Frestur til að skila inn óskum um sérreglur er til 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

Bæjarráð felur Kristjáni Þór Magnússyni, bæjarstjóra að skila inn fyrirliggjandi tillögu að reglum eins þær hafa verið kynntar. Bæjarráð vill árétta mikilvægi þess að úthlutaður byggðakvóti sé veiddur og unninn í sveitarfélaginu. Jafnframt að þeir aðilar sem hafa eftirlitsskyldu með framkvæmd laga um byggðakvóta tryggi að lögum sé framfylgt.

Áskorun bæjarráðs til ráðuneytisins:
Í ljósi daprar úthlutunar á byggðakvóta til Húsavíkur vill bæjarráð vekja athygli á því að þrátt fyrir brotthvarf Vísis hf. á Húsavík úr sveitarfélaginu er ekkert komið til móts við slíkt áfall fyrir samfélagið með viðbótum á byggðakvóta. Bæjarráð skorar á ráðuneytið að endurskoða áform sín um að úthluta eingöngu 140 þígt til Húsavíkur.