Fara í efni

Sýslumaðurinn á Húsavík, kynning á breyttu fyrirkomulagi starfsstöðva á Norðausturlandi

Málsnúmer 201409035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 116. fundur - 11.09.2014

Á fund bæjarráðs mætti Sýslumaðurinn á Húsavík, Svavar Pálsson, og kynnti breytingu á fyrirkomulagi starfsstöðva embættisins á Norðausturlandi. Bæjarráð hefur kynnt sér tillögur, eins og þær koma fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015, og lýsir yfir verulegum áhyggjum hvernig embættum sýslumanns og lögreglustjóra á Norðausturlandi er ætlað að reka starfsemi sína. Í ljósi þeirra aðstæðna sem koma fram í frumvarpinu gerir bæjarráð kröfu um lagfæringu sem tryggi íbúum þá þjónustu sem þeim er ætlað að veita. Jafnframt sjái ríkisvaldið til þess að fjármagn til reksturs tryggi starfsstöðvum embættanna eðlilegt rekstrarfé þannig að þjónustustig verði ekki skert meira en annars staðar á landinu.