Fara í efni

Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir f.h. TimeRules ehf. sækja um styrk til að gera heimildarmynd um sögu Húsavíkur

Málsnúmer 201409010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 116. fundur - 11.09.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rafnari Orra Gunnarssyni og Harry Bjarka Gunnarssyni f.h. TimeRules ehf. á Húsavík þar sem óskað er eftir styrk til verkefnis sem snýr að gerð heimildarmyndar um Sögu Húsavíkur - mannlífs, menningar, íþrótta og atvinnulífs. Áætlað er að verkefnið taki um tvö ár og verði lokið í júlí 2016. Stefnt er að því að frumsýna verkið á bæjarhátíðinni "Mærudagar" í júlílok 2016. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.