Fara í efni

Smábátahöfn á Raufarhöfn

Málsnúmer 201404011

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014

Fyrir framkvæmd- og hafnanefnd liggur kostnaðaráætlun og tillögur Siglingastofnunar vegna lagfæringa á smábátahafnarinnar á Raufarhöfn. Einnig liggur fyrir beiðni frá hafnaverði á Raufarhöfn um endurnýjun á Markúsarnetum (björgunarbúnaði). Áætlaður endurnýjunarnkostnaður vegna þeirra er um 108 þúsund án virðisauka. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að tillaga 3 frá Siglingastofnun verði valin og hafnastjóra falið að ganga frá útboðsgögnum í samráði við siglingastofnun. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir einnig beiðni hafnavarðar á Raufarhöfn um endurnýjun björgunarbúnaðar sbr. Markúsarnetin að upphæð um 108 þúsund krónur.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Fyrir fundinum lá verksamningur milli Hafnasjóðs Norðurþings annars vegar og Ístrukka ehf. hins vegar vegna verksins. "Raufarhöfn, endurbætur á smábátahöfn". Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning. Olga Gísladóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.