Fara í efni

Verkefnið Göngum í skólann

Málsnúmer 201408039

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 03.09.2014

Bréf frá verkefnisstjórn verkefnisins Göngum í skólann til sveitarstjórna lagt fram til kynningar. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að velja sér virkan ferðamáta í og úr skóla. Fræðslu- og menningarnefnd hvetur skóla sveitarfélagsins til virkrar þátttöku í verkefninu eftir því sem aðstæður leyfa og beinir því til Fræðslu- og menningarfulltrúa að vekja athygli á verkefninu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa í samstarfi við fræðslu- og menningarfulltrúa að afhenda götukort í Borgarhólsskóla. Tilgangurinn er að nemendur sjálfir merkja inn gönguleið sína í skólann. Niðurstöður verða notaðar við endurskoðun á gangbrautum á Húsavík.