Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

43. fundur 19. nóvember 2014 kl. 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson varamaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.04 216 Grunnskóli Raufarhafnar fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201411036Vakta málsnúmer

Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri mætti á fundinn, aðrir fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar Nanna Steina Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra og Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna sátu fundinn í símafundi. Frida Elisabeth gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar vegna ársins 2015, lagt er til að gjaldskrá mötuneytis verði hækkuð í kr. 390.- pr. máltíð. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrárhækkun.

2.04 Gjaldskrár leikskóla 2015

Málsnúmer 201411044Vakta málsnúmer

Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt.

3.Rafræn handbók um öryggi í leikskólum

Málsnúmer 201310036Vakta málsnúmer

Handbókin lögð fram til kynningar. Fræðslu- og menningarnefnd leggur árherslu á að leikskólar og leikskóladeildir innan sveitarfélagsins kynni sér handbókina og starfi samkvæmt henni. Telji stjórnendur einstakra deilda að aðlaga þurfi handbókina þeirra starfsemi ber þeim að gera tillögur þar um í samvinnu við fræðslu- og menningarfulltrúa og leggja fyrir nefndina til staðfestingar. Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 13:20.

4.05 215 Bókasafn Öxarfjarðar fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201411048Vakta málsnúmer

Stefanía V. Gísladóttir forstöðumaður Bókasafns Öxarfjarðar mætti á fundinn í símafundi. Stefanía gerði grein fyrir fjárhagsáætlun og starfsemi bókasafnsins.

5.05 Gjaldskrár bókasafna 2015

Málsnúmer 201411047Vakta málsnúmer

Tillaga forstöðumanns bókasafnsins á Húsavík kynnt. Gjaldskráin gildir fyrir öll bókasöfn í Norðurþingi. Stefanía Gísladóttir vék af fundi kl. 13:50.

6.05 216 Bókasafnið á Raufarhöfn, fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201411049Vakta málsnúmer

Erla Sigurðardóttir fræðslu- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun ársins 2015.

7.03 Heilbrigðismál fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201411026Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi vegna málaflokksins er 308.000 fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ganga til samninga við sjúkraþjálfara í sveitarfélaginu um útfærslu almennrar hreyfingar fyrir eldri borgara.

8.04 Fræðsumál fjárhagsáæltun 2015 annað

Málsnúmer 201411033Vakta málsnúmer

Erla Sigurðardóttir fræðslu- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir þeim fjárhagsliðum sem að ekki heyra undir einstakar stofnanir á fræðslusviði. Gunnlaugur Stefánsson vék af fundi kl. 14:00

9.05 Menningarmál fjárhagsáætlun 2015, annað

Málsnúmer 201411050Vakta málsnúmer

Erla Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir þeim fjárhagsliðum sem að ekki heyra undir einstakar stofnanir á menningarsviði.

10.Málaflokkar 03 04 og 05 fjárhagsrammar 2014

Málsnúmer 201411052Vakta málsnúmer

Rekstur málaflokka 03 og 04 rúmast með hagræðingu innan þess fjárhagramma sem að úthlutað er. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fjárhagsrammi málaflokks 05 - menningarmál verði rýmkaður í kr. 50.000.000 til að geta staðið vörð um störf og þjónustu á sviðinu.

11.Kristján Phillips f.h. Víkurskeljar ehf.,ósk um stuðning við starfsemi fyrirtækisins

Málsnúmer 201409042Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

12.Álaborg, boð á ungmennaleikana 2015

Málsnúmer 201410095Vakta málsnúmer

Erindinu hefur þegar verið vísað til tómstunda- og æskulýðsnefndar vegna þátttöku ungmenna. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að þegar að þátttaka ungmenna liggur fyrir taki bæjarráð afstöðu til þátttöku pólitískra fulltrúa.

13.Kvenréttindafélag Íslands leitar samstarfs við Norðurþing um sýningu og viðburði í tengslum við 100 ára kosningarétt kvenna

Málsnúmer 201410119Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að vinna að málinu í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Menningarmiðstöð Þingeyinga.

14.Dagsetningar samræmdra könnunarpófa í 4., 7. og 10. bekk árið 2015

Málsnúmer 201402027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Ályktanir frá Félagi tónlistarskólakennara

Málsnúmer 201410065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.