Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

47. fundur 25. mars 2015 kl. 14:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfull
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Erindi til fræðslu- og menningarnefndar vegna öryggis leiktækja í garði Grænuvalla

Málsnúmer 201409014Vakta málsnúmer

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Sigríður Geirsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.

Fyrir fundinum liggur greinargerð leikskólastjóra vegna kastala á lóð leikskólans. Kastalinn uppfyllir ekki öryggiskröfur vegna barna yngri en 3ja ára. Ákveðið var á fundi nefndarinnar 10. september 2014 að kanna möguleika á að skipta kastalanum út fyrir önnur leiktæki sem til væru í bænum. Ekki eru til leiktæki sem að henta í staðinn, eigi að skipta kastalanum út verður að kaupa nýjan.
Fjarlægja verður kastalann. Uppsetningu og kaupum á nýjum kastala vísað til gerðar fjárhagsáætlunar vegna ársins 2016.

2.Grænuvellir, skólapúlsinn, niðurstöður starfsmannakönnunar

Málsnúmer 201503067Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja niðurstöður úr starfsmannakönnun Skólapúlsins.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir fór yfir niðurstöður starfsmannakönnunar.

3.Leikskólinn Grænuvellir, staða vistunarmála

Málsnúmer 201412032Vakta málsnúmer

Erindinu og tillögu að reglum Grænuvalla var vísað aftur til fræðslu- og menningarnefndar af bæjarstjórn með eftirfarandi bókun.
"Eftir að vinna við nýjar inntökureglur hófst á vegum fræðslu-og menningarnefndar hafa komið fram fyrirspurnir frá einstaklingum sem hafa áhuga á bjóða dagforeldraþjónustu á Húsavík í samstarfi við Norðurþing. Bæjarstjórn vísar erindinu aftur til menningar- og fræðslunefndar til umfjöllunar á ný m.a. með hliðsjón af þessu. Þannig verði reynt að ná utan um alla kosti í dagvistun barna frá 6 mánaða aldri."

Leikskólastjóri og fræðslu- og menningarfulltrúi fóru yfir stöðu mála á biðlista og mögulega kosti í stöðunni.
Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt leikskólastjóra falið að taka saman minnisblað um möguleika á úrræðum í þjónustu við foreldra ungra barna og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 14:45.

4.Menningarfélagið úti á Túni, starfsemi í verbúðunum

Málsnúmer 201503085Vakta málsnúmer

Sigríður Hauksdóttir, fulltrúi Menningarfélagsins úti á Túni mætti á fundinn. Fyrir nefndinni liggur skýrsla um starfsemi í verbúðunum árið 2014 og áætlun um starfsemi yfirstandandi árs.
Fræðslu- og menningarnefnd þakkar greinagóða kynningu.
Sigríður Hauksdóttir vék af fundi kl. 15:40.

5.Kristján Phillips f.h. Víkurskeljar ehf.,ósk um stuðning við starfsemi fyrirtækisins

Málsnúmer 201409042Vakta málsnúmer

Málinu var vísað til fræðslu- og menningarnefndar af framkvæmda- og hafnarnefnd. Óskað er eftir aðstöðu fyrir starfsemi fyrirtækisins í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.
Menningarfélagið Úti á Túni er með virka starfsemi í samræmi við samning sem í gildi er til ársloka 2016. Fræðslu- og menningarnefnd getur því ekki komið til móts við óskir Víkurskeljar að svo stöddu.

6.Bókasafnið á Húsavík, ársskýrsla 2014, starfsáætlun 2015

Málsnúmer 201503033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Bókasafnið á Raufarhöfn, ársskýrsla 2014, starfsáætlun 2015

Málsnúmer 201503065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Bókasafn Öxarfjarðar, ársskýrsla 2014, starfsáætlun 2015

Málsnúmer 201503086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Reglur um skammtímaleyfi í skólum

Málsnúmer 201503031Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að reglum um skammtímaleyfi í skólum Norðurþings. Reglurnar eru unnar í samstarfi skólastjórnenda og fræðslu- og menningarfulltrúa.
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi reglur.

10.Kristín S. Gunnarsdóttir, fyrirspurn vegna skólamála í Öxarfirði

Málsnúmer 201503060Vakta málsnúmer

Fyrirspurn Kristínar Gunnarsdóttur vegna skólamála í Öxarfirði ásamt svari fræðslu- og menningarfulltrúa lagt fram til kynningar.

11.Breyting á reglugerð um nemendur með sérþarfir

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Reglugerð nr. 148 frá 22. janúar 2015 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.