Fara í efni

Erindi til fræðslu- og menningarnefndar vegna öryggis leiktækja í garði Grænuvalla

Málsnúmer 201409014

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 40. fundur - 10.09.2014

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Bergþóra Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Fyrir nefndinni liggur ernidi frá Helenu Eydísi Ingólfsdóttur foreldri þar sem að bent er á að kastali á lóð leikskólans getur skapað hættu fyrir yngri börn. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar ábendinguna. Kastalinn uppfyllir alla öryggisstaðla en hann er ekki ætlaður yngri börnum en þriggja ára. Til að bregðast við málinu er lagt til að skipta kastalanum út fyrir önnur leiktæki sem að til eru í bænum. Leikskólastjóra ásamt Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að skoða mögulegar lausnir ásamt Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 47. fundur - 25.03.2015

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Sigríður Geirsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.

Fyrir fundinum liggur greinargerð leikskólastjóra vegna kastala á lóð leikskólans. Kastalinn uppfyllir ekki öryggiskröfur vegna barna yngri en 3ja ára. Ákveðið var á fundi nefndarinnar 10. september 2014 að kanna möguleika á að skipta kastalanum út fyrir önnur leiktæki sem til væru í bænum. Ekki eru til leiktæki sem að henta í staðinn, eigi að skipta kastalanum út verður að kaupa nýjan.
Fjarlægja verður kastalann. Uppsetningu og kaupum á nýjum kastala vísað til gerðar fjárhagsáætlunar vegna ársins 2016.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 49. fundur - 13.05.2015

Leikskólastjóri gerði grein fyrir möguleikum varðandi endurnýju leiktækja og búnaðar á lóð leikskólans. Fengist hefur hagstætt tilboð í kastala og getur leikskólastjóri hagrætt og forgagnsraðað í viðhaldi, keyptur verður nýr kastali á lóð leikskólans og rúmast það innan fjárhagáæltunar yfirstandandi árs.

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 11:50.