Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Borgarhólsskóli,ósk um breytingu á skóladagatali 2014 - 2015.
201405027
Fulltrúar Borgarhólsskóla, Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi kennara, Eyrún Ýr Tryggvadóttir fulltrúi foreldra og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps mættu á fundinn.
Fyrir fundinum liggur erindi skólastjóra Borgarhólsskóla þar sem að óskað er eftir námskeiðsdegi fyrir kennara í maí vegna undribúnings fyrir breytta kennsluhætti og teymiskennslu. Kennsla fellur niður umræddan dag.
Fyrir fundinum liggur erindi skólastjóra Borgarhólsskóla þar sem að óskað er eftir námskeiðsdegi fyrir kennara í maí vegna undribúnings fyrir breytta kennsluhætti og teymiskennslu. Kennsla fellur niður umræddan dag.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir umbeðna breytingu á skóladagatali.
2.Borgarhólsskóli, kynning á breyttu kennslufyrirkomulagi
201505028
Skólastjóri Borgarhólsskóla gerði grein fyrir áætlunum um teymiskennslu og breytt kennslufyrirkomulag frá og með næsta skólaári.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þá þróun sem að lýst er af skólastjóra.
3.Borgarhólsskóli, uppbygging á tæknibúnaði
201505029
Fyrir nefndinni liggur tillaga upplýsingatæknihóps Borgarhólsskóla um uppbyggingu tæknibúnaðar og tölvumála í skólanum. Meðal annars er lagt til að kennurum verði, með sérstökum samningi, gert kleyft að kaupa tölvur með styrk frá skólanum.
Skólastjóri fór yfir stöðu tæknimála og áform skólans um aukna nýtingu tækni í skólanum. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir nánari útfærslu og tillögum að tölvukaupasamningi fyrir kennara sem lögð verði fyrir nefndina.
4.Tilkynning um framkvæmd ytra mats á Borgarhólsskóla haustið 2015
201505024
Tilkynning Námsmatsstofnunar þess efnis að Borgarhólsskóli er meðal þeirra grunnskóla sem að teknir verða út í reglubundnu ytra mati á grunnskólum haustið 2015.
Lagt fram til kynningar.
5.Tónlistarverkefnið, samstarf Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla
201505027
Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur, Árni Sigurbjarnarson skólastjóri, Adrienne D. Davis áheyrnarfulltrúi kennara og Soffía B. Sverrisdóttir áheyrnarfulltrúi Heiltóns mættu á fundinn.
Skólastjóri Borgarhólsskóla og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur ræddu stöðu tónlistarverkefnisins og samstarfs skólanna.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að standa vörð um tónlistarverkefni Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla og felur skólastjórum skólanna að útfæra framhald verkefnisins í samræmi við nýtt kennslufyrirkomulag í Borgarhólsskóla. Í ljósi ríkrar tónlistarhefðar og hefðar fyrir samstarfi skólanna er eðlilegt að áhersla í listfræðslu í Borgarhólsskóla sé á tónlist.
Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 11:00.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að standa vörð um tónlistarverkefni Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla og felur skólastjórum skólanna að útfæra framhald verkefnisins í samræmi við nýtt kennslufyrirkomulag í Borgarhólsskóla. Í ljósi ríkrar tónlistarhefðar og hefðar fyrir samstarfi skólanna er eðlilegt að áhersla í listfræðslu í Borgarhólsskóla sé á tónlist.
Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 11:00.
6.Tónlistarskóli Húsavíkur, skóladagatal 2015-2016
201505026
Skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatali Tónlistarskóla Húsavíkur vegna skólaársins 2015-2016.
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Tónlistarskóla Húsavíkur.
Skólastjóri gerði undir þessum lið grein fyrir horfum í mannahaldi og áætlunum vegna næsta skólaárs.
Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 11:15.
Skólastjóri gerði undir þessum lið grein fyrir horfum í mannahaldi og áætlunum vegna næsta skólaárs.
Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 11:15.
7.Leikskólinn Grænuvellir, skóladagatal 2015 - 2016
201505030
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjórí, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.
Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri gerðu grein fyrir skóladagatalinu. Stefnt er að námsferð starfsmanna vegna innleiðingar uppeldisstefnunnar jákvæðs aga og því eru starfsdagar skólans á skólaárinu allir í vikunni 18. til 22. apríl 2016.
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.
8.Leikskólinn Grænuvellir, kastalar og leiktæki.
201409014
Leikskólastjóri gerði grein fyrir möguleikum varðandi endurnýju leiktækja og búnaðar á lóð leikskólans. Fengist hefur hagstætt tilboð í kastala og getur leikskólastjóri hagrætt og forgagnsraðað í viðhaldi, keyptur verður nýr kastali á lóð leikskólans og rúmast það innan fjárhagáæltunar yfirstandandi árs.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 11:50.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 11:50.
9.Öxarfjarðarskóli, skóladagatal 2015-2016
201503108
Fulltrúar Öxarfjarðarskóla, Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri,Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri og Vigdís Sigurvarðardóttir fulltrúi kennara mættu á fundinn.
Skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatali Öxarfjarðarskóla skólaárið 2015 - 2016.
Skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatali Öxarfjarðarskóla skólaárið 2015 - 2016.
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali skólaársins 2015 - 2016.
10.Akstur skólabarna á heimvegi að Gilsbakka
201504005
Fyrir fundinum liggja drög að samningi við ábúendur á Gilsbakka um akstur barna þeirra á heimvegi að Gilsbakka.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá honum fyrir hönd nefndarinnar.
11.Öxarfjarðarskóli, bréf skólastjóra um skólastarf austan Tjörness
201504077
Fyrir fundinum liggur bréf skólastjóra Öxarfjarðarskóla um skólastarf í Norðurþingi austan Tjörness. Þar er fjallað um samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Skólastjóri gerði frekari grein fyrir efni bréfsins.
Bréfið lagt fram til kynningar.
12.Öxarfjarðarskóli, reglur leikskóladeildar
201503096
Fyrir fundinum liggur tillaga að reglum leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla, reglurnar eru efnislega samhljóða reglum um leikskólann Grænuvelli en aðlagaðar aðstæðum í skólasamfélagi Öxarfjarðarskóla.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að reglum leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla.
Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 12:45.
Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 12:45.
13.Samningur um styrk til Lista- og menningarsjóðs 2015
201504070
Fyrir fundinum liggja drög að samningi við Orkuveitu Húsavíkur um framlag OH að upphæð kr. 200.000 til Lista- og menningarsjóðs Norðurþings árið 2015.
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyriliggjandi samning og fagnar framlagi Orkuveitu Húsavíkur til Lista- og menningarsjóðs.
14.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2015
201505012
Fyrir nefndinni liggur fundarboð á aðalfund Málræktarsjóðs, Norðurþing á rétt á að senda fulltrúa á fundinn.
Fræðslu- og menningarnefnd telur ekki ástæðu til að tilnefna fulltrúa á fundinn í ár.
15.Landsvirkjun - Sjálfbærniverkefni á Norðurlandi
201504019
Verkáætlun vegn sjálfbærniverkefnis Landsvirkjunar á Norðurlandi lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:00.