Fara í efni

Tónlistarverkefnið, samstarf Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201505027

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 49. fundur - 13.05.2015

Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur, Árni Sigurbjarnarson skólastjóri, Adrienne D. Davis áheyrnarfulltrúi kennara og Soffía B. Sverrisdóttir áheyrnarfulltrúi Heiltóns mættu á fundinn.
Skólastjóri Borgarhólsskóla og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur ræddu stöðu tónlistarverkefnisins og samstarfs skólanna.

Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að standa vörð um tónlistarverkefni Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla og felur skólastjórum skólanna að útfæra framhald verkefnisins í samræmi við nýtt kennslufyrirkomulag í Borgarhólsskóla. Í ljósi ríkrar tónlistarhefðar og hefðar fyrir samstarfi skólanna er eðlilegt að áhersla í listfræðslu í Borgarhólsskóla sé á tónlist.

Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 11:00.