Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

40. fundur 10. september 2014 kl. 08:00 - 08:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Sigurður Aðalgeirsson Grunnskólafulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Málaflokkar 03,04, 05 - rekstrarstaða

Málsnúmer 201404015Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti samantekt á rauntölum rekstrar vegna fyrstu sjö mánaða ársins ásamt áætlun ársins 2014 og fór yfir frávík á málaflokkum og deildum vegna sama tíma. Rekstur málaflokkanna í heild er í jafnvægi miðað við áætlun ársins, áhrif kjarasamninga kennara eru þó ekki komin fram í stöðunni en þau eru veruleg, einkum í Borgarhólsskóla. Einstaka deildir þarfnast frekari skoðunar og vinnur Fræðslu- og menningarfulltrúi að því í samvinnu við viðkomandi stjórnendur.

2.Samantekt vegna kostnaðaraukningar við gildistöku nýrra kjarasamninga við kennara

Málsnúmer 201409007Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti samantekt á kostnaðarauka vegna samninga við leik- og grunnskólakennara frá s.l. vori.

3.Allir lesa - landsleikur í lestri

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Erindi frá ALLIR LESA lagt fram til kynningar. Verkefnið er nokkurs konar landsleikur í lestri og er unnið að frumkvæði Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Verkefnið stendur í mánuð frá 17. október og lýkur á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Markmiðið er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta lesturs. Fyrirkomulagið er með svipuðum hætti og t.d. Hjólað í vinnuna. Þátttakendur skrá sig og lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Fræðslu- og menningarnefnd hvetur íbúa og einkum skólafólk og nemendur í Norðurþingi til að kynna sér átakið og taka þátt.

4.Erindi til fræðslu- og menningarnefndar vegna öryggis leiktækja í garði Grænuvalla

Málsnúmer 201409014Vakta málsnúmer

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Bergþóra Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Fyrir nefndinni liggur ernidi frá Helenu Eydísi Ingólfsdóttur foreldri þar sem að bent er á að kastali á lóð leikskólans getur skapað hættu fyrir yngri börn. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar ábendinguna. Kastalinn uppfyllir alla öryggisstaðla en hann er ekki ætlaður yngri börnum en þriggja ára. Til að bregðast við málinu er lagt til að skipta kastalanum út fyrir önnur leiktæki sem að til eru í bænum. Leikskólastjóra ásamt Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að skoða mögulegar lausnir ásamt Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

5.Samþykktir af aðalfundi Félags leikskólakennara

Málsnúmer 201407023Vakta málsnúmer

Samþykktir af sjötta aðalfundi FL varðandi símenntun og starfsþróun, fjölda barna í rými á leikskólum og námsleyfi leikskólakennara lagðar fram til kynningar. Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 08:45.
Kristján Þór Magnússson, bæjarstjóri heimsótti nefndina í upphafi fundar.

Að formlegum fundi loknum heimsóttu nefndarmenn Borgarhólsskóla, Tónlistarskóla Húsavíkur og Leikskólann Grænuvelli. Skólastjórnendur á hverjum stað tóku á móti nefndarmönnum, veittu leiðsögn um húsnæði og aðstæður og kynntu

Fundi slitið - kl. 08:00.