Fara í efni

Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201501069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 131. fundur - 12.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilnefningu í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Innanríkisráðuneytið hafði óskað eftir, með bréfi til stjórnar sambandsins, að tilnefna 6 aðalmenn og 6 til vara í ráðgjafanefndina.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt eftirfarandi aðila sem aðalmenn. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Kópasvogsbæ, Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð, Ásgerður Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði, og Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað.
Til vara fyrir hvern aðalmann í sömu röð voru tilnefnd Ellý Guðmundsdóttir, borgarritari í Reykjavíkurborg, Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ og Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Dalabyggð.

Tengiliður sambandsins við fulltrúa þess í nefndinni er Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins.

Samfara tilnefningu þessari er gegnið út frá því að sambandið muni engan kostnað bera af fulltrúum sínum í nefndinni auk þess sem sambandið telur eðlilegt að þóknun verði greidd fyrir störf í nefndinni. Það er að auki forsenda fyrir þátttöku fulltrúa sambandsins í nefndinni að ráðuneytið greiði allan ferðakostanð fulltrúa sambandsins vegna starfa fyrir nefndina.

Framangreint tilkynnist hér með.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 47. fundur - 25.03.2015

Reglugerð nr. 148 frá 22. janúar 2015 lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 48. fundur - 15.04.2015

Almenn viðmið um skólareglur útgefin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 140. fundur - 21.05.2015

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar niðurstöður vinnuhóps á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um gott fordæmi að vinnuferli við undirbúning fjárhagsáætlana sveitarfélaga.
Lagt fram

Bæjarráð Norðurþings - 141. fundur - 28.05.2015

Fyrir bæjarráði liggur bréf og greinargerð frá starfshópi skólastjórnenda um nám á framhaldsskólatigi í tónlist þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þá hugmynd Mennta- og menningarmálaráðherra að veita öllu því fjármagni sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist til eins tónlistarskóla í Reykjvavík.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur starfshóps skólastjórnenda um nám á framhaldsskólatigi í tónlist og beinir því til mennta- og menningarmálaráðuneytisins að rýra ekki möguleika nemenda í dreifðum byggðum til að stunda tónlistanám í heimabyggð. Erindinu er vísað til fræðslu- og menningarnefndar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 50. fundur - 10.06.2015

Fyrir fundinum liggja athugasemdir starfshóps skólastjórnenda tónlistarskóla vegna vinnu við breytingar á uppbyggingu tónlistarnáms.
Fræðslu- og menningarnefnd tekur undir athugasemdir stjórnenda tónlistarkóla og mótmælir þeirri ákvörðun að allt framhaldsnám í tónlist verði á hendi eins ríkisrekins tónlistarskóla sem óhjákvæmilega leiðir til veikingar tónlistarnáms á landinu og mismununar nemenda til tónlistarnáms.

Bæjarráð Norðurþings - 147. fundur - 23.07.2015

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar niðurstöður UT ráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var 2. júní síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 19.08.2015

Drög að leiðbeinandi matsviðmiðum fyrir 4. og 7. bekk lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 151. fundur - 10.09.2015

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til málþings um kynjaða fjárhags- og starfsáætlunar sem Reykjavíkurborg heldur 18. september nk.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Norðurþings - 153. fundur - 01.10.2015

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þjóðhagsspá 2014 til 2015
Lagt fram til kynningar