Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

151. fundur 10. september 2015 kl. 16:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson bæjarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá
Þar sem forseti og annar varaforseti bæjarstjórnar voru fjarverandi kaus bæjarstjórn Örlyg Hnefil Örlygsson sem varaforseta þessa fundar

1.Ársreikningur Íþróttafélagsins Völsungs 2014

Málsnúmer 201508096Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Guðrún Kristinsdóttir formaður Íþróttafélagsins Völsungs og Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri félagsins og fóru þau yfir rekstur og starfsemi þess. Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu.

2.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 24. og 25. september 2015

Málsnúmer 201509010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga þar sem boðað er til árlegrar fjármálaráðstefnu 24. og 25. september nk.
Kjörnum fulltrúum bæjarstjórnar Norðurþings býðst að mæta. Bæjarstjóra falið að senda boð á bæjarfulltrúana.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til málþings um kynjaða fjárhags- og starfsáætlunar sem Reykjavíkurborg heldur 18. september nk.
Lagt fram til kynningar

4.Lög um verndarsvæði í byggð, innleiðing

Málsnúmer 201509015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Forsetisráðuneytinu þar sem boðað er til kynningarfundar um lög um verndarsvæði í byggð, nr 87/2015, sem haldinn verður meðal annars á Akureyri 16. september nk.
Lagt fram til kynningar

5.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Málsnúmer 201509019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir byggðalög Norðurþings

6.Krafa Landverndar um nýtt umhverfismat vegna raflína frá Kröflu að Bakka

Málsnúmer 201503102Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur svar Skipulagsstofnunar við kröfu Landverndar um endurskoðun umhverfismats háspennulína frá Kröflu að Bakka
Lagt fram til kynningar

7.Starfsmannamál í stjórnsýsluhúsi

Málsnúmer 201509020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mannabreytingar í stjórnsýsluhúsum Norðurþings síðustu mánuði.

8.Velferðarráðuneytið, málefni flóttafólks

Málsnúmer 201509028Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings fagnar því að íslensk stjórnvöld og stök sveitarfélög hafi lýst vilja til að taka á móti flóttamönnum. Mikilvægt er að þær þjóðir og þau samfélög sem geta, axli ábyrgð og geri sitt til að létta á vanda þar sem brýn þörf krefur. Norðurþing hefur góðar aðstæður til að leggja lóð á vogarskálarnar og greiða fyrir því að flóttamönnum verði sköpuð ný tækifæri og góð lífsskilyrði. Í Norðurþingi er öflugt og fjölbreytt samfélag, töluvert framboð atvinnu og góður grunnur til að taka á móti nýjum íbúum og þar á meðal flóttafólki. Þá er töluverð reynsla í samfélögum Norðurþings í móttöku nýbúa. Því má ljóst vera að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að veita flóttafólki skjól og leggja þannig sitt af mörkum til mannúðarmála í heiminum.

Móttaka flóttamanna verði þegar tekin til umfjöllunar í félags- og barnaverndarnefnd, fræðslu- og menningarnefnd og tómstunda- og æskulýðs Norðurþings til umfjöllunar og útfærslu, s.s. varðandi fjárhagslega þætti og samstarf við mannúðar- og félagasamtök. Bæjarstjóra jafnframt falið að hafa samband við velferðarráðuneytið og óska eftir viðræðum um að sveitarfélagið geti við fyrsta tækifæri tekið á móti flóttafólki.

9.Húsavíkurflugvöllur, skerðing viðhaldsfjár til flugvalla á landsbyggðinni

Málsnúmer 201509031Vakta málsnúmer

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að falla frá áformum um skerðingu fjárframlags til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Í fjárlagafrumvarpi alþingis fyrir árið 2016 (liður 672) segir: "Gert er ráð fyrir að fjárheimild liðarins lækki um 516,5 m.kr. að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. Annars vegar er gert ráð fyrir að niður falli 500 m.kr. tímabundið framlag til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni. Hins vegar er lögð til 16,5 m.kr. lækkun útgjalda til að mæta aðhaldsmarkmiðum í frumvarpinu."

Bæjarráð vekur athygli á því að starfsemi á Húsavíkurflugvelli hefur verið að aukast og eflast undanfarin ár. Framundan er mikil atvinnuuppbygging á svæðinu og jafnframt hefur ferðamannafjöldi aukist hratt. Á sama tíma hefur lengi legið fyrir brýn þörf á viðhaldi og úrbótum á búnaði á Húsavíkurflugvelli. Fulltrúar Isavia kynntu bæjarráði Norðurþings áform fyrirtækisins um viðhaldsaðgerðir á fundi fyrir nokkrum mánuðum. Bæjarráð fer fram á það að nauðsynlegar úrbætur verði framkvæmdar á Húsavíkurflugvelli og ríkisvaldið sinni þar með þeim innviðum sem því ber í samgöngukerfi landsins.

Fundi slitið - kl. 18:15.