Fara í efni

Húsavíkurflugvöllur, skerðing viðhaldsfjár til flugvalla á landsbyggðinni

Málsnúmer 201509031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 151. fundur - 10.09.2015

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að falla frá áformum um skerðingu fjárframlags til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Í fjárlagafrumvarpi alþingis fyrir árið 2016 (liður 672) segir: "Gert er ráð fyrir að fjárheimild liðarins lækki um 516,5 m.kr. að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. Annars vegar er gert ráð fyrir að niður falli 500 m.kr. tímabundið framlag til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni. Hins vegar er lögð til 16,5 m.kr. lækkun útgjalda til að mæta aðhaldsmarkmiðum í frumvarpinu."

Bæjarráð vekur athygli á því að starfsemi á Húsavíkurflugvelli hefur verið að aukast og eflast undanfarin ár. Framundan er mikil atvinnuuppbygging á svæðinu og jafnframt hefur ferðamannafjöldi aukist hratt. Á sama tíma hefur lengi legið fyrir brýn þörf á viðhaldi og úrbótum á búnaði á Húsavíkurflugvelli. Fulltrúar Isavia kynntu bæjarráði Norðurþings áform fyrirtækisins um viðhaldsaðgerðir á fundi fyrir nokkrum mánuðum. Bæjarráð fer fram á það að nauðsynlegar úrbætur verði framkvæmdar á Húsavíkurflugvelli og ríkisvaldið sinni þar með þeim innviðum sem því ber í samgöngukerfi landsins.