Fara í efni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Málsnúmer 201509019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 151. fundur - 10.09.2015

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir byggðalög Norðurþings

Bæjarráð Norðurþings - 156. fundur - 29.10.2015

Fyrir bæjarráði liggur svar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Norðurþings - 158. fundur - 12.11.2015

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá smábátafélaginu Kletti þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Norðurþings beiti sér fyrir því að verja þann byggðakvóta sem fallið hefur í skaut Húsavíkur á undanförnum árum
Bæjarráð tekur undir áhyggjur smábátafélagsins Kletts af þróun mála af byggðakvóta á Húsavík. Norðurþing hefur á liðnum mánuðum sent formleg erindi til sjávarútvegsráðuneytisins og hefur bæjarstjóri tekið málið upp við sjávartútvegsráðherra. Þá hafa bæjarfulltrúar Norðurþings rætt málið við þingmenn án jákvæðrar niðurstöðu.