Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Umræður um fasteignamál í Norðurþingi
201510118
Benedikt Sigurðarson mætir á fundinn og tekur þátt í umræðum um fasteignamál í Norðurþingi.
Benedikt er þökkuð greinargóð kynning
2.Framlenging á samstarfssamningi við Norðurþing
201510119
Arnheiður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands mætir á fundinn til að kynna starfsemi skrifstofunnar. Með henni kemur Gunnar Jóhannesson, stjórnarmaður. Óskað er eftir framlengingu á samstarfi Norðurþings og Markaðsstofu Norðurlands
Arnheiði og Gunnari er þökkuð góð kynning og erindinu vísað til fjárhagsáætlunar
3.Markaðsmál hjá Norðurþingi
201510080
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við aðila sem sinna markaðsmálum ferðaþjónustunnar innan sveitarfélagsins og skila minnisblaði til bæjarráðs eigi síðar en á öðrum bæjarráðsfundi í janúar.
4.Brú yfir Skjálfandafljót
201510120
Samhliða iðnaðar uppbyggingar á Bakka við Húsavík hefur orðið umtalsverð aukning á þungaflutningum milli Akureyrar og Húsavíkur og í ljósi þess að þungatakmarkanir eru á brúnni yfir Skjálfandafljót í Útkinn er ljóst að brúin er orðin verulegur flöskuháls í vegakerfinu milli ofangreindra staða. Vegna þessa þurfa stærri flutningabílar að fara yfir Fljótsheiði sem getur verið farartálmi að vetri til og eykur auk þess kostnað flutningsaðila og viðskiptavina þeirra talsvert. Bæjarráð Norðurþings beinir þeim óskum til Vegagerðarinnar og ríkisvaldsins að uppbyggingu á nýrri brú yfir Skálfandafljót í Útkinn verði hraðað eins og nokkur kostur er vegna þess ástands sem skapast hefur vegna þungatakmarkana
5.Hluthafafundur Sorpsamlags Þingeyinga ehf
201510091
Bæjarráð óskar eftir við stjórn Sorpsamlagsins að boðað verði til hluthafafundur svo fljótt sem mögulegt er. Óli Halldórsson verður fulltrúi Norðurþings á fundinum.
6.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2015
201502079
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 176. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
Lagt fram til kynningar
7.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
201509019
Fyrir bæjarráði liggur svar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Lagt fram til kynningar
8.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
201510113
Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar frá 27. apríl 2015 og 25. september 2015.
Lagt fram til kynningar
9.Eigendastefna fyrir þjóðlendur, verkefnislýsing
201509087
Fyrir bæjarráði liggur, frá forsetisráðuneytinu, boð á fund um eigendastefnu fyrir þjóðlendur sem haldinn verður 30. október nk.
Lagt fram til kynningar
10.Framtíðarsýn í búsetu og þjónustu við fatlaða
201510096
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings um möguleg kaup á húsnæðinu að Höfðavegi 22 fyrir starfsemi Miðjunnar og skammtímavistunar um helgar.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar til frekari skoðunar
11.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 225. mál til umsagnar
201510090
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál
Lagt fram til kynningar
12.Velferðarnefnd Alþingis, 35. mál til umsagnar
201509113
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál.
Lagt fram til kynningar
13.Tilboð um lækkun þjónustugjalda gegn framlengingu þjónustusamnings
201509070
Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Advania um lækkun á þjónustugjöldum gegn framlengingu á gildistíma samnings um þjónustuna.
Bæjarráð samþykkir tilboð Advania
14.Breytingar á vipskiptakjörum
201510077
Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar samningur við Motus um innheimtuþjónustu fyrir Norðurþing.
Bæjarráð staðfestir samninginn við Motus
15.Framlenging samnings við Fjarskipti hf
201510130
Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar samningur við Fjarskipti hf um símaþjónustu
Friðrik vék af fundi undir þessum lið
Bæjarráð staðfestir samninginn
Bæjarráð staðfestir samninginn
16.Wise - Uppfærsla í Sveitarstjóra 8
201510131
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar samningar um uppfærslu Navision hugbúnaðar í Sveitarstjóra 8
Lagt fram til kynningar
17.Orkuveita Húsavíkur ohf. fundargerðir ársins 2015
201503109
Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 144. og 145. stjórnarfunda Orkuveitu Húsavíkur
Lagt fram til kynningar
Varðandi lið 2 á 144. fundi. Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu 2016
Varðandi lið 2 á 144. fundi. Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu 2016
18.Samningur um nýtingu á vatnsbóli
201510129
Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar samningur um nýtingu á vatni til fiskeldis Haukamýri við Húsavík
Bæjarráð staðfestir samninginn
Gunnlaugur lýsir sig andvígan samningnum
Gunnlaugur lýsir sig andvígan samningnum
Fundi slitið - kl. 20:10.