Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Öxarfjarðarskóli skýrsla skólaársins 2014-2015
201508046
Fulltrúar Öxarfjarðarskóla Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Hrund Ásgeirsdóttir fulltrúi starfsmanna, Guðlaug Ívarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Thomas Helmig fulltrúi foreldra leikskólabarna mættu á fundinn.
Guðrún S. Kristjánsdóttir fylgdi skýrslu ársskýrslu Öxarfjarðarskóla vegna skólaársins 2014-2015 úr hlaði.
2.Öxarfjarðarskóli starfsáætlun 2015-2016
201508047
Guðrún S. Krisjánsdóttir gerði grein fyrir starfsáætlun skólans skólaárið 2015-2016 stöðugildi eru 15,8 og starfsmenn 20. Starfsmannahald er stöðugt og mannabretyingar litlar. Nemendur í grunnskóla verða 32, í leikskóladeildum eru nú 11 en gætu orðið 15 um áramót. Skólinn tekur þátt í þróunarverkefnum svo sem byrjendalæsi og læsi til náms og er að hefja samstarf við HA um stærðfræði.
3.Öxarfjarðarskóli valinn til forprófunar á rafrænni fyrirlögn samræmdra prófa
201506072
Skólinn hefur verið valinn til forprófunar á rafrænni fyrirlögn samræmdra prófa, skólinn fagnar því tækifæri.
4.04 215 Öxarfjarðarskóli, fjárhagsáætlun 2016
201508015
Guðrún S. Kristjánsdóttir kynnti drög að fjárhagsáætlun skólans sem rúmast innan þess fjárhagsramma sem að skólanum hefur verið úthlutað. Óvissa er um verkefni svo sem rekstur leikskóladeildar á Kópaskeri og breytingar á skólaakstri.
5.Akstur í grunnskólabarna frá Reistarnesi
201507052
Hrund og Stefán véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt fjármálastjóra að ganga til samninga við Kristinn Rúnar Tryggvason á Hóli um akstur á skólabörnum frá Reistarnesi.
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt fjármálastjóra að ganga til samninga við Kristinn Rúnar Tryggvason á Hóli um akstur á skólabörnum frá Reistarnesi.
6.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla skólaárið 2015-2016
201506016
Birna Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar mætti á fundinn. Nanna Steina Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra og Ingibjörg Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna sátu fundinn í fjarfundi.
Birna Björnsdóttir og Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjórar gerðu grein fyrir áætlun um samstarf skólanna á komandi skólaári.
Nefnidn staðfestir áætlunina.
Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 11:40.
Nefnidn staðfestir áætlunina.
Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 11:40.
7.Grunnskóli Raufarhafnar skýrsla skólaársins 2014-2015
201508048
Skýrsla skólaársins 2014-2015 lögð fram.
Fræðslu- og menningarnefnd býður Birnu Björnsdóttur velkomna til starfa sem skólastjóra og hlakkar til samstarfs við hana.
Fræðslu- og menningarnefnd býður Birnu Björnsdóttur velkomna til starfa sem skólastjóra og hlakkar til samstarfs við hana.
8.Grunnskóli Raufarhafnar, starfsáætlun 2015-2016
201508049
Birna Björnsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir starfsáætlun skólaárið 2015-2016. Fyrirsjáanleg er fjölgun nemenda bæði í leik- og grunnskóla nemendur í grunnskóla eru nú 9 og 8 í leikskóla. Vegna breyttrar aldurssamsetningar í grunnskóla og fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku er aukið stöðuhlutfall í kennslu. Stöðugildi við skólann eru 5,3.
9.04 216 Grunnskóli Raufarhafnar fjárhagsáætlun 2106
201508016
Birna Björnsdóttir gerði grein fyrir fjárhagsáæltun skólans, hún er innan þess ramma sem að skólanum var úthlutað, nokkur óvissa er um þörf fyrir stuðning einkum vegna tvítyngis nemenda.
10.Grunnskóli Raufarhafnar, reglur leikskóladeildar
201508028
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur leikskóladeildar Grunnskóla Raufarhafnar.
Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 12:00.
Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 12:00.
11.Málefni bókasafna Norðurþings
201506015
Eyrún Ýr Tryggvadóttir forstöðumaður bókasafnsins á Húsavík og Stefanía V. Gísladóttir forstöðumaður bókasafns Öxarfjarðar mættu á fundinn.
Erla og Eyrún gerðu grein fyrir stöðu mála og áætlun um framhald vinnunnar.
12.05 Bókasöfnin í Norðurþingi, gjaldskrá 2016
201508023
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir tillögu forstöðumanna að gjaldskrá bókasafnanna í Norðurþingi verði óbreytt fyrir árið 2016.
13.05 211 Bókasafnið á Húsavík, fjárhagsáætlun 2016
201508022
Eyrún gerði grein fyrir fjárhagsáætlun bókasafnsins á Húsavik vegna 2016, áætlunin er innan þess ramma sem safninu var markaður.
14.05 215 Bókasafn Öxarfjarðar fjárhagsáætlun 2016
201508024
Stefanía gerði grein fyrir fjárhagsáætlun bókasafns Öxarfjarðar vegna ársins 2016, áætlunin er innan ramma.
Fulltrúar bókasafnanna viku af fundi kl. 12:40.
Fulltrúar bókasafnanna viku af fundi kl. 12:40.
15.Viðmiðunarreglur um skólaakstur frá 2012; endurskoðun
201407032
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að leita umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu að endurskoðuðum viðmiðunarreglum um skólaakstur.
16.Málaflokkur 04, fræðslumál, fjárhagsstaða
201504008
Fræðslu- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málaflokksins miðað við 7 mánuði.
17.Málaflokkur 05, menningarmál, fjárhagsstaða
201504009
Fræðslu- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málaflokksins miðað við sjö mánuði.
18.Sérfræðiþjónusta við skóla í Norðurþingi
201508004
Samantekt fræðslu- og menningarfulltrúa um sérfræðiþjópnustu við skóla í Norðurþingi lögð fram til kynningar. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma og tekur málið til frekari umfjöllunar.
19.Vinabæjasamskipti
201508009
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að utanumhald um vinabæjasamskipti flytjist til tómstunda- og æskulýðsnefndar og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
20.Menningarmál - umsýsla verði með atvinnumálum
201508045
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að umsýsla menningarmála verði á hendi verkefnisstjóra atvinnumála. Fyrst um sinn heyri menningarmál undir fræðslu- og menningarnefnd, í tengslum við nýjar samþykktir sveitarfélagsins verði tekin afstaða til þess hvaða nefnd fer með málaflokkinn.
21.Mærudagur 2015, samningur og skýrsla
201508002
Samningur um Mærudag 2015 kynntur nefndinni.
22.Viðgerð á listaverkinu Urð við skólahúsið á Kópaskeri
201503118
Viðgerð á verkinu er lokið, kostnaður fór nokkuð fram úr áætlun. Kostnaður greiðist úr lista- og menningarsjóði en kemur ekki til skerðingar á úthlutunarfé yfirstandandi árs.
23.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar
201501069
Drög að leiðbeinandi matsviðmiðum fyrir 4. og 7. bekk lögð fram til kynningar.
24.Rammasamningur milli sveitarfélaga og SÍ um talmeinaþjónustu
201506074
Samningurinn lagður fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:40.