Fara í efni

Viðmiðunarreglur um skólaakstur frá 2012; endurskoðun

Málsnúmer 201407032

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 19.08.2015

Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að leita umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu að endurskoðuðum viðmiðunarreglum um skólaakstur.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 52. fundur - 16.09.2015

Fyrir nefndinni liggur tillaga að endurskoðuðum viðmiðunarrreglum um skólaakstur. Tillagan var yfirfarin af lögfræðingum sambands sveitarfélaga, tekið hefur verið tillit til athugasemda þeirra.
Fræðslu- og menningarnefnd vísar fyrirliggjandi tillögu til umsagnar skólaráða grunnskóla í Norðurþingi.

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 14:00.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 54. fundur - 19.10.2015

Málið tekið fyrir í tvennu lagi. Í Öxarfjarðarskóla sátu fundinn fulltrúar skólans, Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir, Guðríður Baldvinsdóttir og Elisabeth Erichsen Hauge.

Í Raufarhafnarskóla sátu fundinn fulltrúar skólans, Birna Björnsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Sigrún Björnsdóttir.

Fyrir nefndinni liggur umsögn skólaráða Öxarfjarðarskóla og Grunnskólans á Raufarhöfn um endurskoðun viðmiðunarreglnar um skólaakstur.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að fræðslufulltrúi skoði hvort breyta megi 4. grein viðmiðunarreglnanna samkvæmt tillögu skólaráðs Öxarfjarðarskóla og samþykkir tillögu ráðsins um breytingar á 5. grein.
Nefndin samþykkir tillögu skólaráðs Raufarhafnarskóla um breytingu á 5. grein.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 55. fundur - 25.11.2015

Fyrir nefndinni liggja endurskoðaðar viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur. Tekið hefur verið tillit til umsagna skólaráða og reglurnar uppfærðar í samræmi við athugasemdir þeirra.
Nefndin samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.