Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

52. fundur 16. september 2015 kl. 11:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfull
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og sérstakleg Jón Höskuldsson nýráðinn fræðslufulltrúa Norðurþings sem situr fundinn.

Formaður bar upp breytingu á dagskrá, fundarliðir 21 og 22 varðandi menningarmál verði felldir út af dagskrá og frestað til næsta fundar þar sem að ekki liggja fyrir fullnægjandi gögn vegna þeirra. Samþykkt samhljóða.

1.Grunnskóli Raufarhafnar, heilsdagsskóli

Málsnúmer 201508089Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, Birna Björnsdóttir sat fundin í símafundi.
Fyrir nefndinni liggur tillaga að rekstri heilsdagsskóla í tengslum við leikskóladeild Grunnskóla Raufarhafnar ásamt tillögu að gjaldskrá. Ekki kemur til viðbótar kostnaðar vegna þessarar þjónustu.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu skólastjóra að fyrirkomulagi og gjaldskrá.

Farið var yfir tillögu að hækkun gjaldskrár leikskóla.

2.Skólaakstur frá Raufarhöfn í Öxarfjarðarskóla 2015-2016

Málsnúmer 201508078Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samning.

3.Grunnskóli Raufarhafnar, breyting á skóladagatali 2015-2016

Málsnúmer 201509042Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja óskir um breytingar á skóladagatali um er að ræða tilfærslu á starfsdögum og vetrarfríi.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir breytinguna.

Birna Björnsdóttir vék af fundi kl. 11:20.

4.Borgarhólsskóli skýrsla skólaársins 2014-2015

Málsnúmer 201508050Vakta málsnúmer

Fulltrúi Borgarhólsskóla Anna Birna Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps mættu á fundinn.

Fyrir fundinum liggur skýrsla Borgarhólsskóla vegna skólaársins 2014 - 2015.
Anna Birna fylgdi skýrslunni úr hlaði.

5.Borgarhólsskóli, skóladagatal og skipulag skólahalds skólaárið 2015-2016

Málsnúmer 201504011Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur starfsáætlun Borgarhólsskóla skólaárið 2015-2016.
Anna Birna fylgdi starsfáætluninni eftir. Tekin hefur verið upp teymis- og samkennsla þar sem að fleiri kennarar bera sameiginlega ábyrgð á hverjum hópi nemenda sem geta verið úr fleiri en einum árgangi. Með kennurum í hverju teymi starfa stuðningsaðilar.

Nefndin staðfestir starfsáætlun skólans.

6.04 211 Borgarhólsskóli fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508013Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun skólans rúmast innan úthlutaðs ramma. Tekið hefur verið tillit til launabreytinga í kjölfar endurskoðunar starfsmats. Veruleg hagræðing næst með nýju fyrirkomulagi kennslu.

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

7.04 814 Skólamáltíðir, fjárhagsáæltun 2016

Málsnúmer 201508019Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun rúmast innan úthlutaðs ramma, lögð er til hækkun á gjaldi vegna mötuneytis um tæpt 1%.

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrá.

Fram kom hjá skólastjórnendum að vegna vaxandi ásóknar nemenda úr FSH í mötuneytið er álag á starfsfólk verulegt.

8.Borgarhólsskóli, brunaæfing 2015, eftirfylgni

Málsnúmer 201509005Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja athugasemdir slökkviðliðsstjóra vegna brunaæfingar í Borgarhólsskóla sem að snúa annars vegar að skólanum og hinsvegar að eignasjóði.
Anna Birna greindi frá því að æfingin verður endurtekin innan skamms. Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að athugasemdum slökkviliðsstjóra verið fylgt eftir.

9.Grænuvellir skýrsla skólaársins 2014-2015

Málsnúmer 201508053Vakta málsnúmer

Fulltrúar Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarskólastjóri,Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.

Trausti Aðalsteinsson mætti á fundinn.

Fyrir fundinum liggur skýrsla Grænuvalla vegna starfsársins 2014-2015.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir fylgdi skýrslu skólaársins 2014 - 2015 eftir. Jafnframt kynnti hún afrakstur samstarfsverkefnis leikskólans og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

10.Grænuvellir starfsáætlun 2015-2016

Málsnúmer 201508054Vakta málsnúmer

Sigríður Valdís fylgdi starfsáætlun leikskólans vegna skólaársins 2015 - 2016 úr hlaði. Skólinn hyggst taka upp uppeldisstefnuna jákvæðan aga sem að starfað er eftir í Borgarhólsskóla.
Fram kom að brýnt er að fjölga starfsmannafundum og auka starfshlutfall aðstoðarleikskólastjóra í 100%.

Fræðslu-og menningarnefnd staðfestir starfsáætlunina.

11.04 111 Grænuvellir, fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508012Vakta málsnúmer

Sigríður Valdís gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans. Hún óskar eftir að aðstoðarleikskólastjóri verði í 100% starfi en ekki er gert ráð fyrir því í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Ekki er heldur gert ráð fyrir fjölgun starfsmannafunda úr fjórum í átta, kostnaður við það er um 2.000.000 sem ekki rúmast innan fjárhagsramma. Kostnaður vegna endurskoðunar starfsmats er áætlaður um 5.700.000 á næsta ári og rúmast ekki innan fjárhagsramma skólans. Til að halda óbreyttri þjónustu á leikskólanum þarf að lágmarki 5.700.000 til viðbótar úthlutuðum ramma. Eigi að bregðast við ósk um fleiri starfsmannafundi þarf að auki 2.000.000, verði starfshlutfall aðstoðarleikskólastjóra aukið í 100% úr 75% er kostnaður vegna þess áætlaður um kr. 1.200.000.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fjárhagrammi leikskólans verði rýmkaður um 8.900.000 til að bregðast við fyrirliggjandi þörf. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir að verði bæjarráð við rýmkun fjárhagsramma skólans skili leikskólastjóri fjárhagsáætlun í samræmi við það.

12.04 Gjaldskrár leikskóla 2016

Málsnúmer 201508014Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að gjaldskrá leikskóla í Norðurþingi sem að byggir á 3% hækkun.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá verði samþykkt.

Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 12:40.

13.Tónlistarskóli Húsavíkur skýrsla skólaársins 2014-2015

Málsnúmer 201508051Vakta málsnúmer

Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur mætti á fundinn.
Árni gerði grein fyrir starfi skólans síðastliðið skólaár. Gögn og upplýsingar eru fyrirliggjandi á heimasíðu skólans. Árni mun taka saman frekari upplýsingar og senda fræðslufulltrúa og nefndinni til frekari upplýsinga.

14.Tónlistarskóli Húsavíkur starfsáætlun 2015-2016

Málsnúmer 201508052Vakta málsnúmer

Árni gerði grein fyrir starfsáætlun skólans á komandi ári. Vegna skörunar kjarasamninga varð að endurskoða samstarf við grunnskóla sem dregur úr samþættingu starfsemi skólanna. Fram kom í máli Árna að brýnt er að auka samþættingu starfs skólanna enn frekar.
Skráðir nemendur í skólann eru tæplega 200. Nokkrar breytingar eru á starfsliði skólans. Á austursvæðinu eru kennarar í hlutastörfum auk þess sem að kennari frá Húsavík starfar í Öxarfjarðarskóla einn dag í viku.
Gögn varðandi starfsáætlun eru fyrirliggjandi á heimasíðu skólans Árni mun taka saman áætlun og skila nefndinni og fræðslufulltrúa.

15.04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508017Vakta málsnúmer

Árni gerði grein fyrir fjárhagsáætlun skólans, áætlunin rúmast innan þess fjárhagsramma sem að skólanum er úthlutaður. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á starfi skólans. Brýnt er orðið að endurnýja búnað skólans.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun.

16.04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur, gjaldskrá 2016

Málsnúmer 201508018Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að gjaldskrá þar sem að gert er ráð fyrir 3% verðlagshækkun.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá verði samþykkt.

Árni Sigurbjarnarson vék af fundi kl. 13:15

17.Öxarfjarðarskóli, starfræksla leikskóladeildar á Kópaskeri.

Málsnúmer 201506042Vakta málsnúmer

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir fulltrúi starfsmanna og Guðlaug Ívarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.

Fyrir fundinum liggur fundargerð skólaráðs Öxarfjarðarskóla þar sem fjallað er um tillögu fræðslu- og menningarnefndar um starfrækslu leikskóladeildar á Kópaskeri.

Kynnt var fyrirhuguð hækkun á gjaldskrá leikskóla.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri verði óbreytt út skólaárið enda eru nú fjögur börn skráð í deildina. Framvegis gildi sú regla að séu fjögur eða fleiri börn skráð í leikskóladeildina 1. maí ár hvert vegna komandi skólaárs verði leikskóladeildin starfrækt.

18.Samningur um akstur skólabarna frá Reistarnesi á Kópasker

Málsnúmer 201508079Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur samningur við Kristinn Rúnar Sigurðsson um skólaakstur frá Reistarnesi.
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samning.

Hrund og Stefán Leifur véku af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

19.04 215 Öxarfjarðarskóli, fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508015Vakta málsnúmer

Vegna viðbótar aksturs frá Reistarnesi verður að auka fjárframlag til skólans um kr. 3.000.000. Áhrif endurskoðunar starfsmats eru óveruleg og kalla ekki á viðbótar framlög.
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fjárhagsáætlun skólans með áorðnum breytingum.

20.Eftirfylgni vegna innleiðingar laga um leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201502105Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja samskipti skólastjóra og menntamálaráðuneytisins vegna eftirfylgni innleiðingar laga um leik- og grunnskóla.
Guðrún gerði grein fyrir samskiptunum sem að lögð eru fyrir nefndina til kynningar.

21.Viðmiðunarreglur um skólaakstur frá 2012; endurskoðun

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur tillaga að endurskoðuðum viðmiðunarrreglum um skólaakstur. Tillagan var yfirfarin af lögfræðingum sambands sveitarfélaga, tekið hefur verið tillit til athugasemda þeirra.
Fræðslu- og menningarnefnd vísar fyrirliggjandi tillögu til umsagnar skólaráða grunnskóla í Norðurþingi.

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 14:00.

22.04 Fræðslusvið,fjárhagsáætlun 2016 utan einstakra stofnana

Málsnúmer 201508021Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun þeirra deilda sem að ekki falla undir stjórn forstöðumanna. Áætlanir eru innann úthlutaðs ramma. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlanir.

23.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201506018Vakta málsnúmer

Vegna áhrifa endurskoðunar starfsmats á launakostnað, þörf fyrir fleiri starfsmannafundi og aukið starfshlutfall aðstoðarleikskólastjóra á Grænuvöllum ásamt aukins aksturskostnaðar vegna Öxarfjarðarskóla óskar fræðslu- og menningarnefnd eftir því við bæjarráð að fjárframlög til fræðslumála verði aukin um kr. 6.600.000. Ekki hefur verið tekið tillit til mögulega aukins kostnaðar Grunnskóla Raufarhafnar vegna endurskoðaðs starfsmats og því kann þessi tala að hækka.


24.Umsókn um styrk vegna umferðarfræðslu til ungra barna

Málsnúmer 201508086Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi frá íþróttasambandi lögreglumanna þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu fræðsluefnis fyrir yngstu nemendur grunnskóla.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 10.000.

25.Fundargerðir Þekkingarnets Þingeyinga 2014, 2015

Málsnúmer 201403011Vakta málsnúmer

Fundargerð 88. fundar stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga og fundargerð 89. fundar framkvæmdaráðs þekkingarnetsins lagðar fram til kynningar.

26.Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur milli ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 201508098Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri Norðuþings hefur undirritða þjóðarsáttmála um læsi fyrir hönd sveitarfélagsins.
Sáttmálinn lagður fram til kynningar.
Í lok fundar þakkaði fræðslu- og menningarnefnd Erlu Sigurðardóttur störf hennar fyrir nefndina og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið - kl. 14:45.