Fara í efni

Borgarhólsskóli, skóladagatal og skipulag skólahalds skólaárið 2015-2016

Málsnúmer 201504011

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 48. fundur - 15.04.2015

Fulltrúar Borgarhólsskóla Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps mættu á fundinn.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatali skólaársins 2015-2016. Dagatalið hefur fengið umfjöllun kennarafundar og skólaráðs. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið eins og það liggur fyrir. Ennfremur gerði Þórgunnur grein fyrir teymiskennslufyrirkomulagi sem að tekið verður upp frá næsta hausti og vinnu tækniteymis og nýrri nálgun að nýtingu tækni í skólastarfinu. Þórgunnur sagði frá úttekt næringarfræðings á matseðli mötuneytis Borgarhólsskóla sem verður kynnt á heimasíðu skólans.

Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 12:30.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 52. fundur - 16.09.2015

Fyrir fundinum liggur starfsáætlun Borgarhólsskóla skólaárið 2015-2016.
Anna Birna fylgdi starsfáætluninni eftir. Tekin hefur verið upp teymis- og samkennsla þar sem að fleiri kennarar bera sameiginlega ábyrgð á hverjum hópi nemenda sem geta verið úr fleiri en einum árgangi. Með kennurum í hverju teymi starfa stuðningsaðilar.

Nefndin staðfestir starfsáætlun skólans.