Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

48. fundur 15. apríl 2015 kl. 12:00 - 14:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfull
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarhólsskóli, skóladagatal og skipulag skólahalds skólaárið 2015-2016

Málsnúmer 201504011Vakta málsnúmer

Fulltrúar Borgarhólsskóla Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps mættu á fundinn.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatali skólaársins 2015-2016. Dagatalið hefur fengið umfjöllun kennarafundar og skólaráðs. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið eins og það liggur fyrir. Ennfremur gerði Þórgunnur grein fyrir teymiskennslufyrirkomulagi sem að tekið verður upp frá næsta hausti og vinnu tækniteymis og nýrri nálgun að nýtingu tækni í skólastarfinu. Þórgunnur sagði frá úttekt næringarfræðings á matseðli mötuneytis Borgarhólsskóla sem verður kynnt á heimasíðu skólans.

Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 12:30.

2.Grunnskóli Raufarhafnar, skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201504007Vakta málsnúmer

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar, Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri, Ingibjörg Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Nanna Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn í símafundi.
Frida Elisabeth skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatali skólaársins 2015-2016, dagatalið hefur fengið umfjöllun skólaráðs. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2015-2016.

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 13:10.

3.Leikskólinn Grænuvellir, staða vistunarmála

Málsnúmer 201412032Vakta málsnúmer

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Sigríður Geirsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.
Minnisblað leikskólastjóra og fræðslu- og menningarfulltrúa lagt fram og rætt. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 13:40.

4.Akstur skólabarna á heimvegi að Gilsbakka

Málsnúmer 201504005Vakta málsnúmer

Stefán Leifur Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ganga til samninga við ábúendur á Gilsbakka um akstur á börnum þeirra.

5.Málaflokkur 04, fræðslumál, fjárhagsstaða

Málsnúmer 201504008Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrú fór yfir rekstrarstöðu málaflokks 04, fræðslumála miðað við fyrstu tvo mánuði árisins. Rekstur málaflokksins er í samræmi við áætlun.
Lagt fram til kynningar.

6.Málaflokkur 05, menningarmál, fjárhagsstaða

Málsnúmer 201504009Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir rekstrarstöðu málaflokks 05 menningarmála, miðað við fyrstu tvo mánuði ársisn. Rekstur málaflokksins er í samræmi við áætlun.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Þekkingarnets Þingeyinga 2014, 2015

Málsnúmer 201403011Vakta málsnúmer

Fundargerð 87. fundar stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga lögð fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar, almenn viðmið um skólareglur

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Almenn viðmið um skólareglur útgefin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

9.Ómar Gunnarsson, Efri-Hólum við Kópasker fer fram á að útilistaverk við skólahúsið á Kópaskeri verði fjarlægt

Málsnúmer 201503118Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Gunnarssyni þess efnis að útilistaverk við skólahúsið á Kópaskeri verði fjarlægt. Jafnframt liggur fyrir samantekt verkstjóra áhaldahúss á Kópaskeri vegna verksins og mögulegrar viðgerðar á því. Ekki hefur tekist að útvega réttar flísar á alla fleti.
Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ræða við listamanninn og leita leiða til að lagfæra verkið. Finnist ekki ásættanleg leið til þess verið listaverkið fjarlægt.

Fundi slitið - kl. 14:15.