Fara í efni

Leikskólinn Grænuvellir, staða vistunarmála

Málsnúmer 201412032

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 44. fundur - 10.12.2014

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.

Olga gerði grein fyrir áherslu meirihluta bæjarstjórnar Norðurþings á að 12 mánaða börn fái aðgang að leikskóla sem fyrst eftir að þeim aldri er náð. Sigríður Valdís Sæbjörndsóttir gerði grein fyrir stöðu leikskólaplássa, börn verða tekin inn á leikskólann tvisvar á vormisseri 2015.

Fræðslu- og menningarnefnd felur leikskólastjóra í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna tillögu að útfærslu sem miðar að því að börn verði tekin inn sem næst 12 mánaða aldri og leggja fyrir nefndina.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 46. fundur - 25.02.2015

Fyrir fundinum liggur tillaga að reglum fyrir leikskólann Grænuvelli. Markmiðið er að gera reglur um leikskólann aðgengilegar foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðilum skólasamfélagsins. Reglurnar snúa m.a. að inntöku barna með það að markmiði að tryggja börnum námsvist á leikskóla sem næst eins árs aldri. Í reglunum er lagt til að opnunartími leikskólans verið til kl. 17:00 í stað kl. 17:15.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur fyrir leikskólann Grænuvelli og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Reglurnar taki gildi frá 1. ágúst 2015.
Nefndin felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt stjórnendum annarra leikskóladeilda í sveitarfélaginu að aðlaga reglurnar öðrum leikskólum sveitarfélagins og leggja fyrir nefndina til samþykktar.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 14:30.

Bæjarstjórn Norðurþings - 46. fundur - 17.03.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 46. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fyrir fundinum liggur tillaga að reglum fyrir leikskólann Grænuvelli. Markmiðið er að gera reglur um leikskólann aðgengilegar foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðilum skólasamfélagsins. Reglurnar snúa m.a. að inntöku barna með það að markmiði að tryggja börnum námsvist á leikskóla sem næst eins árs aldri. Í reglunum er lagt til að opnunartími leikskólans verið til kl. 17:00 í stað kl. 17:15.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur fyrir leikskólann Grænuvelli og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Reglurnar taki gildi frá 1. ágúst 2015.
Nefndin felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt stjórnendum annarra leikskóladeilda í sveitarfélaginu að aðlaga reglurnar öðrum leikskólum sveitarfélagins og leggja fyrir nefndina til samþykktar."
Til máls tóku: Óli, Soffía, Gunnlaugur og Friðrik.

Óli óskar bókað:
Eftir að vinna við nýjar inntökureglur hófst á vegum fræðslu- og menningarnefndar hafa komið fram fyrirspurnir frá einstaklingum sem hafa áhuga á bjóða dagforeldraþjónustu á Húsavík í samstarfi við Norðurþing. Bæjarstjórn vísar erindinu aftur til menningar- og fræðslunefndar til umfjöllunar á ný m.a. með hliðsjón af þessu. Þannig verði reynt að ná utan um alla kosti í dagvistun barna frá 6 mánaða aldri.

Soffía leggur fram bókun:
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn nýjar reglur leikskólans Grænuvalla á Húsavík sem leiða til skertrar þjónustu. Lagt er til að opnunartími verði styttur um 15 mínútur þar sem lokað verður kl. 17:00 í stað 17:15. Hún skyldi ekki vera farin að bíta sú ákvörðun í fjárhagsáætlunargerð meirihlutans fyrir árið 2015 að hafa gjaldskrá leikskóla óbreytta samhliða hækkunum kjarasamninga leikskólakennara. Grænuvellir hafa tekið inn börn frá eins árs aldri frá vori 2014 eftir að dagforeldrar hættu sterfsemi sinni á Húsavík og væru vel athugandi fyrir meirihlutann að koma dagforeldraþjónustu aftur á.
Soffía Helgadóttir - sign
Gunnlaugur Stefánsson - sign
Jónas Hreiðar Einarsson - sign
Kjartan Páll Þórarinsson - sign

Fyrirliggjandi tillaga Óla um að vísa málinu til fræðslu- og menningarnefndar að nýju samþykkt samhljóða.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 47. fundur - 25.03.2015

Erindinu og tillögu að reglum Grænuvalla var vísað aftur til fræðslu- og menningarnefndar af bæjarstjórn með eftirfarandi bókun.
"Eftir að vinna við nýjar inntökureglur hófst á vegum fræðslu-og menningarnefndar hafa komið fram fyrirspurnir frá einstaklingum sem hafa áhuga á bjóða dagforeldraþjónustu á Húsavík í samstarfi við Norðurþing. Bæjarstjórn vísar erindinu aftur til menningar- og fræðslunefndar til umfjöllunar á ný m.a. með hliðsjón af þessu. Þannig verði reynt að ná utan um alla kosti í dagvistun barna frá 6 mánaða aldri."

Leikskólastjóri og fræðslu- og menningarfulltrúi fóru yfir stöðu mála á biðlista og mögulega kosti í stöðunni.
Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt leikskólastjóra falið að taka saman minnisblað um möguleika á úrræðum í þjónustu við foreldra ungra barna og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 14:45.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 48. fundur - 15.04.2015

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Sigríður Geirsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.
Minnisblað leikskólastjóra og fræðslu- og menningarfulltrúa lagt fram og rætt. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 13:40.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 50. fundur - 10.06.2015

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að reglum leikskólans Grænuvalla.

Bæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkti á 50. fundi nefndarinnar reglur Leikskólans Grænuvalla. Reglurnar lagðar fyrir bæjarstjórn til staðfestingar
Til máls tóku Olga Gísladóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Friðrik Sigurðsson og Soffía Helgadóttir

Reglurnar samþykktar samhljóða