Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur fjárhagsáætlun 2015
201411041
2.Árni Sigurbjarnarson, ákall til sveitarstjórna sem reka tónlistarskóla
201411077
Lagt fram til kynningar.
Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 12:30.
Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 12:30.
3.Leikskólinn Grænuvellir, staða vistunarmála
201412032
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.
Olga gerði grein fyrir áherslu meirihluta bæjarstjórnar Norðurþings á að 12 mánaða börn fái aðgang að leikskóla sem fyrst eftir að þeim aldri er náð. Sigríður Valdís Sæbjörndsóttir gerði grein fyrir stöðu leikskólaplássa, börn verða tekin inn á leikskólann tvisvar á vormisseri 2015.
Fræðslu- og menningarnefnd felur leikskólastjóra í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna tillögu að útfærslu sem miðar að því að börn verði tekin inn sem næst 12 mánaða aldri og leggja fyrir nefndina.
Olga gerði grein fyrir áherslu meirihluta bæjarstjórnar Norðurþings á að 12 mánaða börn fái aðgang að leikskóla sem fyrst eftir að þeim aldri er náð. Sigríður Valdís Sæbjörndsóttir gerði grein fyrir stöðu leikskólaplássa, börn verða tekin inn á leikskólann tvisvar á vormisseri 2015.
Fræðslu- og menningarnefnd felur leikskólastjóra í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna tillögu að útfærslu sem miðar að því að börn verði tekin inn sem næst 12 mánaða aldri og leggja fyrir nefndina.
4.Ytra mat á leikskólum 2015
201412030
Skammt er síðan að ytra mat var gert á leikskólanum Grænuvöllum, úrbætur í kjölfar þess eru að festa sig í sessi. Ákveðið að sækja ekki um ytra mat að svo stöddu.
5.Ákall til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla
201402039
Fræðslu- og menningarnefnd tekur undir það sem að fram kemur í erindinu og leggur áherslu á að starfsmönnum sem að vilja sækja sér viðbótarmenntun sé sýndur sveigjanleiki hér eftir sem hingað til.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 13:35.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 13:35.
6.Málaflokkar 03 04 og 05 fjárhagsrammar 2015
201411052
Á 124. fundi bæjarrráðs, mánudaginn 8. desember 2014 var samþykkt viðbótarframlag kr. 2.000.000 til fræðslumála og 1.500.000 til menningarmála.
Viðbótarframlag til fræðslumála fer til Tónlistarskóla Húsavíkur til að mæta kostnaðaraukningu vegna nýs kjarasamnings. Raun kostnaðaraukning er 2.200.000, skólastjóra falið að mæta þeim kostnaði sem að út af stendur innan fjárhagsramma.
Þrátt fyrir viðbótarframlag til menningarmála þarf að skera niður frá áður samþykktri áætlun um 1.600.000. Til að standa vörð um störf og þjónustu á sviðinu eru framlög til lista- og menningarsjóðs og til bæjarhátíða (Mærudaga, Menningarviku á Raufarhöfn og Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri) lækkuð um 50%, jafnframt er gerð hagræðingarkrafa til Bókasafns Öxarfjarðar um kr. 130.000.
Viðbótarframlag til fræðslumála fer til Tónlistarskóla Húsavíkur til að mæta kostnaðaraukningu vegna nýs kjarasamnings. Raun kostnaðaraukning er 2.200.000, skólastjóra falið að mæta þeim kostnaði sem að út af stendur innan fjárhagsramma.
Þrátt fyrir viðbótarframlag til menningarmála þarf að skera niður frá áður samþykktri áætlun um 1.600.000. Til að standa vörð um störf og þjónustu á sviðinu eru framlög til lista- og menningarsjóðs og til bæjarhátíða (Mærudaga, Menningarviku á Raufarhöfn og Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri) lækkuð um 50%, jafnframt er gerð hagræðingarkrafa til Bókasafns Öxarfjarðar um kr. 130.000.
7.Ályktun fundar skólastjórnenda á þjónustusvæði skólaþjónustu Norðurþings
201411097
Fræðslu- og menningarnefnd telur mikivægt að mótuð verði sameiginleg sýn á hlutverk skólaþjónustu í Þingeyjarsýslum og beinir því til bæjarstjórnar að taka upp viðræður um málið við hin sveitarfélögin í sýslunum.
Anný Peta og Sigurður Aðalgeirsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.
Anný Peta og Sigurður Aðalgeirsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.
8.Skólastefna Norðurþings
201412018
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að boða til sameiginlegs fundar skólastjórnenda í Norðurþingi og nefndarinnar um skólastefnu sveitarfélagsins. Fundurinn verði haldinn fyrir lok febrúar 2015.
9.Styrkur vegna námsupplýsingakerfis
201412027
Lagt fram til kynningar.
10.Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2015
201411114
Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
11.Menningarstefna Norðurþings
201311069
Fræðslu- og menningarnefnd ræddi fyrirliggjandi drög að menningarstefnu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar
12.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 397. mál til umsagnar- tillaga um dag helgaðan mannréttindum barna
201411115
Fræðslu- og menningarnefnd sér ekki ástæðu til athugasemda við tillöguna.
13.Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðningur við innleiðingu námskrár
201402027
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 15:00.
Árni gerði grein fyrir fjárhagsáætlun skólans vegna ársins 2015 og áhrifum nýs kjarasamnings FT. Bæjarráð hefur samþykkt viðbót við fjárhagsramma fræðslusviðs kr. 2.000.000. Kostnaðarhækkun vegna kjarasamnings FT umfram áður samþykkta áætlun er kr. 2.200.000. Viðbótarframlag til fræðslumála rennur til Tónlistarskóla Húsavíkur vegna aukins kostnaðar vegna kjarasamnings. Skólastjóra falið að mæta þeim 200.000 sem að á vantar og falið að ganga frá fjárhagsáætlun í samstarfi við fræðslu- og menningarfulltrúa.