Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

50. fundur 10. júní 2015 kl. 12:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfull
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Þórhildur Sigurðardóttir óskaði eftir að taka á dagskrá tillögu varðandi leikskóladeild á Kópaskeri. Nefndarmenn samþykkja að tillagan verði kynnt sem 13. liður á dagskrá fundarins.

1.Leikskólinn Grænuvellir, staða vistunarmála

Málsnúmer 201412032Vakta málsnúmer

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að reglum leikskólans Grænuvalla.

2.Vistun barna frá lokum fæðingarorlofs

Málsnúmer 201506017Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur samantekt fræðslu- og menningarfulltrúa um möguleika á leikskólaseli fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs.
Fræðslu- og menningarnefnd beinir því til framkvæmda- og hafnarnefndar og eignasjóðs að kannaður verði möguleiki á að tryggja aðgang að húsnæði í eigu sveitarfélagsins þannig að unnt verði að hefja rekstur leikskólasels með þriggja mánaða fyrirvara.

3.Ályktun Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa

Málsnúmer 201505075Vakta málsnúmer

Ályktun fundar félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa frá 18. mars 2015 lögð fram til kynningar.

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 12:30.

4.Málefni bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer

Fulltrúar bókasafnanna, Eyrún Ýr Tryggvadóttir forstöðumaður bókasafnsins á Húsavík og Stefanía Gísladóttir forstöðumaður bókasafns Öxarfjarðar mættu á fundinn.

Formaður lagði fram efirfarandi tillögu:

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir samningi við Héraðsnefnd Þingeyinga um samþættan rekstur bókasafna í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stefnt verði að nýju fyrirkomulagi frá 1. janúar 2016. Markmiðið verði fagleg efling og samstilling bókasafnsþjónustu í Norðurþingi auk hagræðingar í rekstri. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að greina þjónustuþörf í sveitarfélaginu og taka saman upplýsingar um opnun og þjónustu núverandi starfsstöðva. Leitað verði upplýsinga um starfsemi og rekstur bókasafnsþjónustu í sambærilegum sveitarfélögum. Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt forstöðumönnum núverandi bókasafna í Norðurþingi falið í samráði við bæjarstjóra að hefja viðræður við Héraðsnefnd Þingeyinga um sameiginlegan rekstur bókasafnsþjónustu í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar bókasafnanna viku af fundi kl. 13:00.

5.Grunnskóli Raufarhafnar

Málsnúmer 201506016Vakta málsnúmer

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar, Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri, Sigrún Björnsdóttir fulltrúi starfsmanna og Nanna Steina Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Frida Elisabeth sat fundinn á staðnum en Sigrún og Nanna Steina í fjarfundi.

Formaður fræðslu- og menningarnefndar lagði fram eftirfarandi tillögu:

Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá ráðningu Birnu Björnsdóttur sem skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar tímabundið til eins árs vegna skólaársins 2015-2016.
Líkur eru á að samanlagður nemendafjöldi í grunnskóladeildum Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla verði um eða undir 50 næstu árin. Fræðslu- og menningarfnefnd leggur áherslu á samstarf skólanna til að styrkja faglegt og félagslegt umhverfi nemenda og starfsfólks. Fræðslu- og menningarnefd felur skólastjórnendum Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla að gera áætlun um aukið samstarf skólanna með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Áætlun vegna komandi skólaárs verði kynnt á fundi nefndarinnar í ágúst. Skólaárið 2015-2016 verði nýtt til að móta framtíðarsýn á skólastarf í Norðurþingi austan Húsavíkur með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.

Samþykkt samhljóða.

Fræðslu- og menningarnefnd þakkar Fridu Elisabeth Jörgensen vel unnin störf.

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 13:30

6.Málaflokkur 04, fræðslumál, fjárhagsstaða

Málsnúmer 201504008Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti rekstrarstöðu málaflokksins miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins.

7.Málaflokkur 05, menningarmál, fjárhagsstaða

Málsnúmer 201504009Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti rekstrarstöðu málaflokksins miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins.

8.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201506018Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur tillaga að skiptingu fjárhagsramma vegna fræðslu- og menningarmála fyrir fjárhagsárið 2016.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu fjárhagsramma og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að kynna tillöguna fyrir forstöðumönnum stofnana og kalla eftir tillögum þeirra að fjárhagsáætlun.

9.Nám á framhaldsstigi í tónlist, greinargerð starfshóps stjórnenda tónlistarskóla

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja athugasemdir starfshóps skólastjórnenda tónlistarskóla vegna vinnu við breytingar á uppbyggingu tónlistarnáms.
Fræðslu- og menningarnefnd tekur undir athugasemdir stjórnenda tónlistarkóla og mótmælir þeirri ákvörðun að allt framhaldsnám í tónlist verði á hendi eins ríkisrekins tónlistarskóla sem óhjákvæmilega leiðir til veikingar tónlistarnáms á landinu og mismununar nemenda til tónlistarnáms.

10.Mat á framkvæmd laga um leik- og grunnskóla, niðurstöður könnunar menntamálaráðuneytis

Málsnúmer 201502105Vakta málsnúmer

Skýrslur menntamálaráðuneytis um könnun á framkvæmd laga um leik- og grunnskóla lagðar fram til kynningar.

11.Beiðni frá Fjallasýn til skólastjórnenda um samræmdan upphafstíma skóla að morgni

Málsnúmer 201505085Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindinu og fagnar jákvæðum viðbrögðum skólastjórnenda.

12.Listaverkið Urð við skólahúsið á Kópaskeri

Málsnúmer 201503118Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti stöðu mála. Viðeigandi efni til viðgerðar fékkst frá höfundi verksins og stendur viðgerð yfir í samráði við hann. Nefndin þakkar Friðgeiri Rögnvaldssyni starfsmanni áhaldahúss á Kópaskeri hans framgöngu í málinu.

13.Öxarfjarðarskóli, starfræksla leikskóladeildar á Kópaskeri.

Málsnúmer 201506042Vakta málsnúmer

Þórhildur Sigurðardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Á síðasta ári var opnuð leikskóladeild á Kópaskeri enda talin þörf á slíkri þjónustu í samfélaginu. Samkvæmt bókun nefndarinnar frá 3. júlí 2014 skyldu að lágmarki vera skráð 4 börn í vistun fyrir komandi skólaár 1. maí ár hvert. Bæjarráð tók undir bókun nefndarinnar á fundi sínum 17. júlí 2014 en ákvað að opna deildina þrátt fyrir að einungis væru tvö til þrjú börn skráð vegna skólaársins 2014-2015. Nú er staðan sú að 1. maí 2015 voru einungis tvö börn skráð í deildina. Þrátt fyrir það leggur fræðslunefnd til að deildin verði rekin með óbreyttu sniði til áramóta 2015-2016. Fjölgi börnum á því tímabili ekki upp í fjögur verði starfseminni hætt að sinni. Skráning vegna vistunar í janúar 2016 þarf að liggja fyrir eigi síðar en 30. september 2015. Þaðan í frá verði miðað við að séu fjögur eða fleiri börn skráð í deildina fyrir komandi skólaár 1. maí ár hvert verði hún starfrækt, annars ekki.

Afgreiðslu tillögunnar frestað og henni vísað til umfjöllunar foreldraráðs/skólaráðs Öxarfjarðarskóla.

Fundi slitið - kl. 15:15.