Fara í efni

Málefni bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 201506015

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 50. fundur - 10.06.2015

Fulltrúar bókasafnanna, Eyrún Ýr Tryggvadóttir forstöðumaður bókasafnsins á Húsavík og Stefanía Gísladóttir forstöðumaður bókasafns Öxarfjarðar mættu á fundinn.

Formaður lagði fram efirfarandi tillögu:

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir samningi við Héraðsnefnd Þingeyinga um samþættan rekstur bókasafna í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stefnt verði að nýju fyrirkomulagi frá 1. janúar 2016. Markmiðið verði fagleg efling og samstilling bókasafnsþjónustu í Norðurþingi auk hagræðingar í rekstri. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að greina þjónustuþörf í sveitarfélaginu og taka saman upplýsingar um opnun og þjónustu núverandi starfsstöðva. Leitað verði upplýsinga um starfsemi og rekstur bókasafnsþjónustu í sambærilegum sveitarfélögum. Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt forstöðumönnum núverandi bókasafna í Norðurþingi falið í samráði við bæjarstjóra að hefja viðræður við Héraðsnefnd Þingeyinga um sameiginlegan rekstur bókasafnsþjónustu í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar bókasafnanna viku af fundi kl. 13:00.

Bæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015

Á 50. fundi fræðslu- og menningarnefndar var eftirfarandi tillaga formanns nefndarinnar samþykkt samhljóða;

"Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir samningi við Héraðsnefnd Þingeyinga um samþættan rekstur bókasafna í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stefnt verði að nýju fyrirkomulagi frá 1. janúar 2016. Markmiðið verði fagleg efling og samstilling bókasafnsþjónustu í Norðurþingi auk hagræðingar í rekstri.
Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að greina þjónustuþörf í sveitarfélaginu og taka saman upplýsingar um opnun og þjónustu núverandi starfsstöðva. Leitað verði upplýsinga um starfsemi og rekstur bókasafnsþjónustu í sambærilegum sveitarfélögum.
Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt forstöðumönnum núverandi bókasafna í Norðurþingi falið í samráði við bæjarstjóra að hefja viðræður við Héraðsnefnd Þingeyinga um sameiginlegan rekstur bókasafnsþjónustu í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga."
Samþykkt samhljóða

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 19.08.2015

Eyrún Ýr Tryggvadóttir forstöðumaður bókasafnsins á Húsavík og Stefanía V. Gísladóttir forstöðumaður bókasafns Öxarfjarðar mættu á fundinn.
Erla og Eyrún gerðu grein fyrir stöðu mála og áætlun um framhald vinnunnar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 55. fundur - 25.11.2015

Menningarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málefna bókasafna Norðurþings.
Fjárhagsáætlun 2016 gerir ráð fyrir fimm milljón króna lækkun frá áætlun 2015. Menningarfulltrúa er falið í samstarfi við forstöðumenn safnanna að vinna að útfærslum.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 56. fundur - 13.01.2016

Fyrir nefndinni liggur kynning á nýju fyrirkomulagi á rekstri bókasafna Norðurþings.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi kynnti fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið felur meðal annars í sér sameiningu bókasafna sveitarfélagsins frá 1. janúar 2016.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 9. fundur - 14.03.2017

Í samræmi við samþykkt Fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings frá 10. júní 2015 og sveitarstjórnar Norðurþings frá 16. júní 2015 hafa staðið yfir viðræður um samstarf og/eða samrekstur Bókasafna Norðurþings og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga(MMÞ). Í bréfi sem barst frá MMÞ í febrúar er ýmsum möguleikum um slíkan samrekstur velt upp.
Menningarfulltrúa falið að halda áfram viðræðum við MMÞ um nánara samstarf eða samrekstur safnanna í samræmi við umræður á fundinum með það að markmiði að drög að samstarfssamningi verði lögð fyrir nefndina á næsta fundi.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 10. fundur - 25.04.2017

Snæbjörn Sigurðarson Menningarfulltrúi Norðurþings fór yfir málefni bókasafna Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
Menningarfulltrúa er falið að vinna að málinu áfram.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 11. fundur - 13.06.2017

Til umfjöllunar voru málefni bókasafna Norðurþings.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi Norðurþings lagði fram samningsdrög milli Norðurþings og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um rekstur bókasafna Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur menningarfulltrúa að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 13. fundur - 12.09.2017

Menningarfulltrúi fór yfir málefni bókasafna Norðurþings. Menningarmiðstöð Þingeyinga tók við rekstri þeirra 1. september síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar.