Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

10. fundur 25. apríl 2017 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
  • Snæbjörn Sigurðarson
  • Ásrún Ósk Einarsdóttir varamaður
  • Berglind Pétursdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta - og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson Menningarfulltrúi sat fundinn í gegnum síma í fundarlið 1 og 2

1.Könnunarhátíð 2017- afnot af verðbúð

Málsnúmer 201704082Vakta málsnúmer

Könnunarsögusafnið hefur óskað eftir því að fá aðgang að verbúð dagana 15.- september- 1. október til sýningar á heimildarmynd og ljósmyndumí tengslum við Könnunarhátíð sem þá verður haldin.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að veita Könnunarsögusafninu aðgang að verbúð dagana 15. september - 1. október 2017.

2.Málefni bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer

Snæbjörn Sigurðarson Menningarfulltrúi Norðurþings fór yfir málefni bókasafna Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
Menningarfulltrúa er falið að vinna að málinu áfram.

3.Öldungamót BLÍ vor 2018

Málsnúmer 201704014Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings tók málið fyrir á fundi sínum þann 6. apríl og vísaði málinu til Æskulýðs- og menningarnefnar.

Blakdeild Völsungs hefur skilað inn umsókn til Blaksambands Íslands um að halda öldungamót blaki vorið 2018 í Norðurþingi. Áætlað er að mótið fari fram um mánaðarmótin apríl/maí.
Blakdeild Völsungs hefur óskað eftir afnotum af íþróttahúsum á Húsavík, Kópaskeri og í Lundi ef að af verður.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar frumkvæði Völsungs að sækjast eftir að halda þennan stóra viðburð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun veita afnot af íþróttahúsum Norðurþings ef að Blakdeild Völsungs hlýtur þann heiður að halda mótið.

4.Hreyfivika UMFÍ 2017

Málsnúmer 201704077Vakta málsnúmer

Hreyfivika UMFÍ fer fram um land allt dagana 29.maí-4.júní 2017.
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fimm ár tekið þátt í Evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ.
Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjugungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til að Norðurþing taki þátt í verkefninu og hvetur allar stofnanir í Norðurþingi að gerast boðberar hreyfingar inná vefsíðu UMFÍ.

Í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ verður frítt í sund þessa daga í sundlaugum Norðurþings.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að dagskrá fyrir vikuna og kynna í sveitarfélaginu.

5.Vinnuskóli Norðurþings 2017

Málsnúmer 201703046Vakta málsnúmer

Til umræðu var fyrirkomulag vinnuskóla Norðurþings sumarið 2017.
Ungmennaráð hefur lagt til að ungmennum úr 7. bekk verði gert kleift að taka þátt í vinnuskólanum.
Vinnuskóli Norðurþings verður starfræktur sumarið 2017.
Laun og vinnustundafjöldi verður sem hér segir:
7.bekkur - 60 stundir í heild (3 vikur) - tímakaup = 445 kr klst
8.bekkur - 80 stundir í heild (4 vikur) - tímakaup = 506 kr klst
9.bekkur - 100 stundir í heild (5 vikur)- tímakaup = 628 kr klst

Samkvæmt könnun sem gerð hefur verið í grunnskólum Norðurþings verður væntanlega lítil eftirspurn hjá krökkum í 9. bekk fyrir þátttöku í vinnuskólanum.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kanna áhuga barna í 7.bekk á því að taka þátt í vinnuskóla Norðurþings.

Jafnframt mælist nefndin til þess að starfrækt verði félagsmiðstöð yfir sumartímann.

6.Frístundarheimilið Tún - breyting á starfsemi

Málsnúmer 201704028Vakta málsnúmer

Fyrir æskulýðs- og menningarnefnd liggur minnisblað sem unnið er að Íþrótta- og tómstundarfulltrúa um starfsemi frístundarheimilisins Túns.
Boðað verður til samráðs- og hugarflugs fundar um starfsemi frístundar þar sem minnisblaðið mun liggja til grundvallar.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram að útfærslu á frístundarstarfi í samræmi við stefnu nefndarinnar.
Nefndin felur Íþrótta- og tómstundarfulltrúa að auglýsa eftir forstöðumanni frístundar sem fyrst í fullt starf á heilsársgrundvelli. Fyrsta verkefni forstöðumanns væri að endurskipuleggja starfsemi frístundar.

7.Félagsmiðstöðin Tún

Málsnúmer 201702128Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Norðurþings fjallaði um félagsmiðstöð ungmenna í Túni á fundi sínum þann 21. mars 2017. Fjallað var um hvort það þætti fýsilegur kostur að flytja félagsmiðstöðina í annað húsnæði.
Eftirfarandi var bókað á fundinum:
"Ungmennaráð Norðurþings telur það góða lausn að flytja félagsstarf yfir í FSH. Kostirnir við þá lausn eru að húsið er nýrra, snyrtilegra og aðgengi er betra að FSH en Túni.
Tún er húsnæði sem þarfnast mikils viðhalds en þó er gott að eiga sitt eigið húsnæði sem hægt er að gera að persónulegra fyrir þá sem sækja félagsmiðstöðina."
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur undir með ungmennaráði og felur íþrótta- og tómstundarfulltrúa að ganga til samninga við FSH um leigu á húsnæði fyrir starfsemina.

8.Rekstur tjaldsvæða á Kópaskeri og Raufarhöfn - gjaldskrá 2017

Málsnúmer 201701148Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd annast rekstur á tjaldsvæðum á Kópaskeri og á Raufarhöfn.
Fyrir nefndinni liggur að ákveða gjaldskrá fyrir komandi sumar.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til eftirfarandi gjaldskrá fyrir sumarið 2017.

Fullorðnir - 1200 kr
Börn 16 ára og yngri - frítt
ellilífeyrisþegar/öryrkjar - 1000 kr
rafmagn pr sólarhring - 800 kr
þvottavél (Raufarhöfn) - 800
þurrkari (Raufarhöfn) - 800

Athygli er vakin á því að gistináttaskattur er innifalinn í verði.
Einnig eru tjaldsvæðin inní útilegukortinu 2017.

Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að meðfylgjandi gjaldskrá verði samþykkt.

9.Sundlaugin í Lundi - 2017

Málsnúmer 201703045Vakta málsnúmer

Búið að auglýsa eftir starfsfólki við Sundlaugina í Lundi í auglýsingamiðlum á svæði Norðurþings og á Eyjafjarðarsvæðinu.
Engin umsókn hefur þegar skilað sér inn.
Fyrir nefndinni liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Æskulýðs- og menningarnefnd harmar það að enginn skuli sýna störfum í sundlauginni áhuga.
Miðað við núverandi stöðu er því ekki hægt að hafa sundlaugina opna.
Æskulýðs- og menningarnefnd vísar málinu til Byggðarráðs og leggur til að kannað verði að leigja út rekstur laugarinnar líkt og fordæmi eru fyrir annarstaðar í sveitarfélaginu. Nefndin telur það mikilvægt að kannaðar verði allar mögulegar leiðir til að tryggja sumaropnun sundlaugarinnar í Lundi.

10.Samningamál íþróttafélaga 2017 - Ungmennafélagið Austri

Málsnúmer 201704068Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi frá UMF Austra á Raufarhöfn.
Félagið hefur ekki verið með fastan samstarfssamning við Norðurþing síðan árið 2013.
Austri óskar eftir því að fá greiddan starfsstyrk fyrir árin 2015 og 2016. Einnig er óskað eftir samstarfssamningi við Norðurþing fyrir árið 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningum við UMF Austra fyrir árin 2017-2019.
Styrkur fyrir árið 2017 verður greiddur út samkvæmt samningi. Jafnframt samþykkir nefndin að greiða út styrk fyrir árin 2015 og 2016, samtals 500 þús. krónur.

11.Ungmennaráð Norðurþings - 6

Málsnúmer 1702010Vakta málsnúmer

Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:00.