Fara í efni

Sundlaugin í Lundi - 2017

Málsnúmer 201703045

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 9. fundur - 14.03.2017

Undirbúningur fyrir sumaropnun sundlaugarinnar í Lundi er hafinn. Störf hafa verið auglýst en engar umsóknir hafa skilað sér hingað til.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að halda áfram að auglýsa eftir starfsfólki við sundlaugina. Jafnframt er Íþrótta - og tómstundafulltrúa falið að kanna aðra möguleika sem tryggja opnun laugarinnar í sumar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 10. fundur - 25.04.2017

Búið að auglýsa eftir starfsfólki við Sundlaugina í Lundi í auglýsingamiðlum á svæði Norðurþings og á Eyjafjarðarsvæðinu.
Engin umsókn hefur þegar skilað sér inn.
Fyrir nefndinni liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Æskulýðs- og menningarnefnd harmar það að enginn skuli sýna störfum í sundlauginni áhuga.
Miðað við núverandi stöðu er því ekki hægt að hafa sundlaugina opna.
Æskulýðs- og menningarnefnd vísar málinu til Byggðarráðs og leggur til að kannað verði að leigja út rekstur laugarinnar líkt og fordæmi eru fyrir annarstaðar í sveitarfélaginu. Nefndin telur það mikilvægt að kannaðar verði allar mögulegar leiðir til að tryggja sumaropnun sundlaugarinnar í Lundi.

Byggðarráð Norðurþings - 213. fundur - 11.05.2017

Æskulýðs- og menningarnefnd vísaði málinu til byggðarráðs Norðurþings þann 25. apríl sl. og harmar að enginn skuli sýna störfum í sundlauginni áhuga. Miðað við núverandi stöðu er því ekki hægt að hafa sundlaugina opna. Bókun
Æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi: "[Nefndin] vísar málinu til Byggðarráðs og leggur til að kannað verði að leigja út rekstur laugarinnar líkt og fordæmi eru fyrir annarstaðar í sveitarfélaginu. Nefndin telur það mikilvægt að kannaðar verði allar mögulegar leiðir til að tryggja sumaropnun sundlaugarinnar í Lundi."
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita allra leiða til að opna sundlaugina í Lundi, þar á meðal möguleikann á að leigja út rekstur laugarinnar ef ekki finnst starfsfólk.

Byggðarráð Norðurþings - 215. fundur - 01.06.2017

Fyrir liggja tvær umsóknir um starf við utanumhald með rekstri sundlaugarinnar í Lundi.
Byggðarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings að ræða við umsóknaraðila með það í huga að ganga sem fyrst frá samningi við hugsanlegan rekstraraðila.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 11. fundur - 13.06.2017

Viðræður eru hafnar við aðila sem er áhugasamur að taka að sér rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2017.
lagt fram til kynningar