Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

213. fundur 11. maí 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir móttökustjóri
Dagskrá

1.PCC - heimsókn stjórnenda

Málsnúmer 201705066Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mæta Hafsteinn Viktorsson forstjóri PCC BakkiSilicon og Erlingur Jónasson, umhverfis- gæða- og öryggisstjóri hjá PCC til að ræða framgang uppbyggingarinnar á Bakka.
Byggðarráð þakkar Hafsteini og Erlingi fyrir komuna og gagnlegar samræður á fundinum.

2.Samstarfssamningur um rekstur Húsavíkurvallar

Málsnúmer 201702014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi milli Norðurþings og ISAVIA um að mannahald á Húsavíkurflugvelli verði á vegum slökkviliðs Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og útbúa minnisblað út frá umræðum af fundinum.

3.Samstarf um ljósleiðara

Málsnúmer 201705001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá oddvita Svalbarðshrepps um samtarfs Norðurþings og Svalbarðshrepps vegna framkvæmda á Ljósleiðarakerfi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og ganga frá samkomulagi milli sveitarfélagana.

4.Ísland ljóstengt 2017

Málsnúmer 201612061Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við EFLU um vinnu við útfærslu og hönnun á ljósleiðaralagningu í dreifbýli Norðurþings
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu áfram og ganga frá samkomulagi.

5.Grundargarður 5-302 - Sala

Málsnúmer 201705048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fjögur tilboð í eignina að Grundargarði 5, íbúð 302.
Alls bárust fjögur tilboð í fasteign sveitarfélagsins að Grundargarði 5 - íbúð 302. Byggðarráð ákveður að taka hæsta tilboði að upphæð 16.800.000.

6.Hækkun gjaldskrár Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

Málsnúmer 201705051Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. um breytingu á gjaldskrá hitaveitunnar en skv 3. grein reglugerðar nr 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga
Byggðaráð vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Yfirlit og umræður um eignir Fjárfestingafélags Norðurþings

Málsnúmer 201704034Vakta málsnúmer

Umræður um framtíð og rekstur hótels í Skúlagarði. Sveitarstjóri fer yfir efni frá aðalfundi.
Sveitarstjóri fór yfir efni frá aðalfundi.

8.Opnunartími Stjórnsýsluhússins sumarið 2017

Málsnúmer 201705067Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri setur fram tillögu um að hafa Stjórnsýsluhúsið lokað í sumar vegna sumarleyfa frá 24. júlí til og með 7. ágúst.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögunni og verður tilhögunin auglýst við fyrsta tækifæri.

9.Bókun vegna uppgjörs 2016

Málsnúmer 201705069Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að ársreikningi Leigufélag Hvamms ehf. fyrir árið 2016. Félagið reiðir sig á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár (2017). Þess er því óskað að eigendur félasins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.
Byggðarráð lýsir því yfir að Norðurþing muni styðja við Leigufélag Hvamms ehf. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.

10.Sundlaugin í Lundi - 2017

Málsnúmer 201703045Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd vísaði málinu til byggðarráðs Norðurþings þann 25. apríl sl. og harmar að enginn skuli sýna störfum í sundlauginni áhuga. Miðað við núverandi stöðu er því ekki hægt að hafa sundlaugina opna. Bókun
Æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi: "[Nefndin] vísar málinu til Byggðarráðs og leggur til að kannað verði að leigja út rekstur laugarinnar líkt og fordæmi eru fyrir annarstaðar í sveitarfélaginu. Nefndin telur það mikilvægt að kannaðar verði allar mögulegar leiðir til að tryggja sumaropnun sundlaugarinnar í Lundi."
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita allra leiða til að opna sundlaugina í Lundi, þar á meðal möguleikann á að leigja út rekstur laugarinnar ef ekki finnst starfsfólk.

Fundi slitið - kl. 18:00.