Fara í efni

Ísland ljóstengt 2017

Málsnúmer 201612061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 200. fundur - 05.01.2017

Byggðarráð samþykkir að láta vinna umsókn um styrk í verkefnið "Ísland ljóstengt", og senda inn fyrir lok umsóknarfrests.

Framkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017

Fyrir liggur samþykki frá byggðarráði að lögð verði fram umsókn um styrk úr fjarskiptasjóði fyrir árið 2017 til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli Norðurþings.
Auglýsing um styrkveitingar var send út þann 9. desember 2016 og áttu umsóknir að hafa skilað sér þann 11. janúar 2017. Töluverður undirbúningur þurfti að eiga sér stað fyrir þessa umsókn og nokkuð magn gagna að fylgja með til þess að umsókn yrði tekin til greina.
Fjarskiptasjóður veitir ákveðna styrkupphæð til hvers landshluta og sveitarfélögin sem sækja um styrk úr sjóðnum þurfa svo að deila með sér þeim potti.
Búið er að leggja ljósleiðara í dreifbýli Eyjafjarðar, í Skútustaðahreppi og Þingeyjasveitin klárast í ár ef styrkupphæðin deilist ekki á fleiri.
Í ljósi þess ætti væntanlegur styrkur sem fengist á næsta ári að dekka stærri hluta af kostnaði við lagningu ljósleiðara í Norðurþingi heldur en ef fleiri sveitarfélög væru að deila með sér upphæðinni.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna hvort möguleiki sé að leggja ljósleiðara í dreifbýli Norðurþings.

Framkvæmdanefnd - 13. fundur - 20.02.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort ráðast eigi í lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi í sumar, eða hvort bíða eigi með það verkefni til 2018 og reyna að fá styrk til verkefnisins úr fjarskiptasjóði í tengslum við verkefnið "Ísland Ljóstengt"
Framkvæmdanefnd samþykkir að stefna að hönnun og lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi árið 2017. Athugað verði með samlegð við nærliggjandi framkvæmdir Þingeyjarsveitar. Þá verði lokið við hönnun ljósleiðarakerfis um þá hluta dreifbýlis Norðurþings sem eftir standa og gert ráð fyrir að sækja um styrki fyrir framkvæmdum í kjölfarið þannig að ljúka megi því verkefni á árinu 2018. Fjallað verður um kostnað og fjárheimild til verkefnisins síðar þegar kostnaður og útfærsla liggja fyrir.

Kjartan Páll Þórarinsson er á móti og óskar að bókað verði:
Lagning ljósleiðara ætti að vera verkefni á vegum ríkisins, enda stjórnmálamenn duglegir að lofa ljósleiðaratengdu Íslandi.

Framkvæmdanefnd - 15. fundur - 05.04.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess, eftir yfirferð uppfærðrar fjárhagsáætlunar, hvaðan fjármunir verða teknir til þess að hægt verði að klára lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi.
Fyrir liggur fjármögnun vegna lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi.
Gert er ráð fyrir að farið verði í þá framkvæmd sumarið 2017.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að taka saman gögn fyrir styrkumsókn vegna ljósleiðaravæðingar austursvæðis.

Byggðarráð Norðurþings - 212. fundur - 27.04.2017

Á 67. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 11.04.2017 var eftirfarandi bókun samþykkt. "Sveitarstjórn samþykkir að vísa umræðu um lagningu ljósleiðara í Norðurþingi til byggðarráðs."

Sveitarstjóri fer yfir þau samskipti við verkfræðistofur sem hafa orðið varðandi verkefnið Ísland ljóstengt 2017.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á samningi um fullnaðarhönnun lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 213. fundur - 11.05.2017

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við EFLU um vinnu við útfærslu og hönnun á ljósleiðaralagningu í dreifbýli Norðurþings
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu áfram og ganga frá samkomulagi.

Framkvæmdanefnd - 21. fundur - 13.09.2017

Lagt fram til kynningar á stöðu fjarskiptamála í Reykjahverfi og á austursvæði.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu málsins.