Fara í efni

Framkvæmdanefnd

13. fundur 20. febrúar 2017 kl. 16:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Smári Jónas Lúðvíksson Garðyrkjustjóri Norðurþings sat fundinn.

1.Götulýsing á Raufarhöfn, erindi frá Hvammi heimili aldraðra í Norðurþingi

Málsnúmer 201702051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá umsjónarmanni fasteigna Hvamms, heimilis aldraðra um hvort möguleiki sé að bæta götulýsingu við Dvalarheimilið Vík á Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd þarf að taka afstöðu til málsins.
Framkvæmdanefnd samþykkir að bæta lýsingu við Framnesveg sé þörf á því.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda og þjónustufulltrúa að ræða við eiganda Vikur varðandi útfærslu lýsingar.

2.Tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201608033Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um með hvaða hætti tjaldsvæðið á Húsavík verður rekið í sumar.
Framkvæmdanefnd telur skynsamlegt að sveitarfélagið reki tjaldsvæðið á Húsavík og að sá rekstur verði undir framkvæmdasviði.

3.Ísland ljóstengt 2017

Málsnúmer 201612061Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort ráðast eigi í lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi í sumar, eða hvort bíða eigi með það verkefni til 2018 og reyna að fá styrk til verkefnisins úr fjarskiptasjóði í tengslum við verkefnið "Ísland Ljóstengt"
Framkvæmdanefnd samþykkir að stefna að hönnun og lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi árið 2017. Athugað verði með samlegð við nærliggjandi framkvæmdir Þingeyjarsveitar. Þá verði lokið við hönnun ljósleiðarakerfis um þá hluta dreifbýlis Norðurþings sem eftir standa og gert ráð fyrir að sækja um styrki fyrir framkvæmdum í kjölfarið þannig að ljúka megi því verkefni á árinu 2018. Fjallað verður um kostnað og fjárheimild til verkefnisins síðar þegar kostnaður og útfærsla liggja fyrir.

Kjartan Páll Þórarinsson er á móti og óskar að bókað verði:
Lagning ljósleiðara ætti að vera verkefni á vegum ríkisins, enda stjórnmálamenn duglegir að lofa ljósleiðaratengdu Íslandi.

4.Kvíabekkur endurbygging

Málsnúmer 201403053Vakta málsnúmer

Endurbygging Kvíabekks hefur staðið yfir um nokkurt skeið, en er hvergi nærri lokið. Litlu fjármagni hefur verið úthlutað til þessa verkefnis í ár, en leggja þarf einhverjar línur með framhaldið og hvenær menn sjá fyrir sér verklok.
Framkvæmdanefnd leggur til að sveitarstjórn taki málið fyrir varðandi notkun og framtíðaráform með húsið og kalli jafnframt eftir minnisblaði frá starfshópi sem nefndin hefur áður skipað.

5.Iðavellir 8 - Húsavík

Málsnúmer 201701150Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort Iðavellir 8 verði leigt til Háskóla Íslands fram á næsta haust til þess að leysa tímabundinn húsnæðisvanda Háskólans.
Framkvæmdanefnd lýsir yfir vilja til þess að leigja húsnæði að Iðavöllum 8 þar til húsnæðið verður nýtt af leikskólanum.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að ganga frá samningi.

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar bókað:
"Málið er á forræði byggðarráðs enda er byggðarráð með samning við Háskóla Íslands".

6.Almennt um sorpmál 2017

Málsnúmer 201701101Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í sorpmóttöku ÍG ásamt fyrirhugaðra breytinga á sorphirðuáætlun í Reykjahverfi.
Einnig liggur fyrir hvernig fyrirkomulagi verður háttað varðandi upptöku klippikorta sem taka þarf afstöðu til.
Smári Jónas Lúðvíksson kynnti fyrir framkvæmdanefnd þær breytingar sem fyrirhugaðar eru varðandi sorpmál sveitarfélagsins.
Framkvæmdanefnd samþykkir upptöku klippikorta á því formi sem lagt er upp með og einnig þá breytingu sem fyrirhuguð er varðandi sorphirðu í Reykjahverfi, en hún felur í sér stækkun sorpíláta og fækkun losana á því svæði.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á móttökusvæði sorps á Húsavík.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að lágmarka kostnað við þessar breytingar og leggja fyrir næsta fund framkvæmdanefndar.

7.Birting gagna á heimasíðu Umhverfisstofnunar

Málsnúmer 201702106Vakta málsnúmer

Til stendur að birta skýrslur rekstraraðila um þann úrgang sem meðhöndlaður var á árunum 2014 og 2015.
Takmarkanir geta þó verið á upplýsingarétti ef gögn varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annara lögaðila.
Því er rekstraraðilum gefinn kostur á að koma með athugasemdir til Umhverfisstofnunar um slíkar upplýsingar í sínum skýrslum og er frestur veittur til 27. febrúar 2017.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að gera athugasemdir til Umhverfisstofnunar er lúta að birtingu nafna fyrirtækja.

8.Tilkynning um fyrirhugaða málshöfðun og ósk um afstöðu eigenda jarða er liggja að Ássandi

Málsnúmer 201701144Vakta málsnúmer

Óskað er eftir því við framkvæmdanefnd að tekin verði afstaða til þess að hvort sveitarfélagið Norðurþing vilji gera athugasemdir við eignarhald Landgræðslu Ríkisins á landi Ássands.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að afla frekari gagna um málið og leggja aftur fyrir fund.

9.Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið og annarra uppgræðsluverkefna í Norðurþingi á árinu 2016

Málsnúmer 201612173Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort Norðurþing skuli veita styrk til verkefnisins "Bændur Græða Landið"
Framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

10.Sala eigna

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til sölu tveggja eigna sem eru að losna af leigumarkaði.
Framkvæmdanefnd samþykkir að selja eftirfarandi íbúðir:
Íbúð að Grundargarði 5 (302), íbúð að Grundargarði 9 (303) og íbúð að Garðarsbraut 69 (101).

Hjalmar Bogi Hafliðason og Kjartan Páll Þórarinsson eru mótfallnir sölu eignanna.

11.Ásgata 10 Raufarhöfn

Málsnúmer 201702112Vakta málsnúmer

Móttekið hefur verið erindi frá íbúa á Raufarhöfn þar sem farið er fram á að hann fái til eignar einbýlishús að Ásgötu 10 á Raufarhöfn sem er í eigu Norðurþings gegn því að húsið verði gert upp.
Tekin hafði verið ákvörðun um að rífa húsið vegna ástands þess, en sú framkvæmd ekki orðið að veruleika ennþá.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga til samninga um sölu á Ásgötu 10 á Raufarhöfn.
Í samningi skulu koma fram tímamörk varðandi frágang utanhúss.

12.Tengivegur milli hafnarsvæðis og Höfða

Málsnúmer 201702113Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun varðandi tengiveg milli hafnarsvæðis og Höfða.
Annars vegar er um að ræða uppbyggingu núverandi vegtengingar sem liggur vestan athafnasvæðis Eimskips og hins vegar gerð nýs vegar sem myndi tengja þessi tvö svæði austan Kísilskemmu.
Framkvæmdanefnd beinir því til skipulags- og umhverfisnefndar að nýr tengivegur austan við athafnasvæði Eimskips, Norðurgarður 4. sem tengir hafnarsvæði og Höfða verði hafður í huga í tengslum við skipulagsvinnu á svæðinu.

13.Raufarhöfn Varmadæla - íþróttamiðstöð/skóli

Málsnúmer 201608149Vakta málsnúmer

Farið var af stað með þetta verkefni í nafni Norðurþings, sem snýr að varmadæluvæðingu fyrir skóla og íþróttahús á Raufarhöfn.
Verkefnið felur í sér hreinsanir á eldri holum á staðnum og hugsanlega borun nýrra hola ef þarf.
Þessu verkefni er ef til vill betur komið fyrir hjá Orkuveitu Húsavíkur, en framkvæmdanefnd þarf að taka afstöðu til þess hvort orkuveitunni skuli falið verkefnið.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fela Orkuveitu Húsavíkur umsjón með verkefninu og framkvæmd þess.

Fundi slitið - kl. 19:15.